Háskólasamfélagið í Vatnsmýrinni Isabel Alejandra Díaz skrifar 4. maí 2022 09:31 Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hagsmunir stúdenta Reykjavík Isabel Alejandra Díaz Háskólar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar