Innlent

Erla Sig­ríður skipuð skóla­­meistari Flens­­borgar

Atli Ísleifsson skrifar
Erla Sigríður Ragnarsdóttir.
Erla Sigríður Ragnarsdóttir. Stjr

Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði til fimm ára. Hún var valin úr hópi fimm umsækjenda.

Í tilkynningu á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins kemur fram að Erla hafi lokið námi í fjölmiðla- og stjórnmálafræði hjá University of Wisconsin–Stevens Point. 

„Hún er með B.A. gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands, Cand.Mag. í sögu og stjórnmálafræði frá Háskólanum í Árósum, Dipl.Ed. í stjórnun og fræðslu frá Háskóla Íslands og MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið kennslufræði til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi hjá Háskóla Íslands.

Erla Sigríður hefur starfað við Flensborgarskólann í Hafnarfirði frá árinu 2002. Fyrstu ár sín í skólanum starfaði hún sem sögukennari en frá 2011 hefur hún gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan skólans, þ.e. stöðu sviðsstjóra félagsgreina, mannauðsstjóra, aðstoðarskólameistara og setts skólameistara,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×