Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 4. maí 2022 12:16 Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Verðlag Alþingi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun