„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 23:12 Amber Heard í dómsal í dag. AP/Elizabeth Frantz Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur. „Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“ Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira