Náðir þú að pakka? Stella Samúelsdóttir skrifar 6. maí 2022 09:01 UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnuninni „Náðir þú pakka?“ fyrir konur í neyð og á flótta og biðlar til almennings að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900kr.) og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og í dag, en fleiri en 80 milljónir manns hafa flúið heimili sín. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa 8 milljónir flúið heimili sín, þar af eru 90% konur og börn. Þegar fólk flýr heimili sín, sama hvort það er vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða ofsókna, gefst sjaldan tími til að pakka, hvað þá að hugsa fyrir nauðsynjum. Á sama tíma er sjaldan hugað að sértækum þörfum kvenna og stúlkna og er átakinu Náðir þú að pakka? ætlað að upplýsa almenning um stöðu kvenna og stúlkna á flótta, mikilvægi þess að tekið sé mið af sértækum þörfum þeirra þegar neyðaraðstoð er veitt og hversu mikilvægt það er fyrir heilsu og líf kvenna á flótta að hafa aðgang að hreinlætisvörum, sálfræðiaðstoð, upplýsingum um réttindi sín, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Konur greiða fyrir nauðsynjar með líkama sínum Stríðsátök hafa ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karlmenn eru líklegri til að deyja í átökum þá eru konur og stúlkur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, nauðgunum, mansali, nauðungarvinnu og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Nú þegar eru farnar að berast fréttir af því að konur og börn á flótta frá Úkraínu hverfi í ringulreiðinni sem ríkir á lestastöðvum og móttökustöðum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur það færst í aukana að konur á átakasvæðum og flótta séu þvingaðar til að „greiða“ fyrir húsaskjól, mat og vatn með líkama sínum. Nú þegar eru til rannsóknar 75 mál þar sem grunur liggur á að markvisst sé verið að beita kynferðisofbeldi sem stríðsvopni í Úkraínu. UN Women beitir sér af alefli fyrir því að raddir kvenna heyrist og að aðstæður séu viðunandi fyrir konur og börn þeirra á flótta. Tryggja verður öryggi þeirra og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna og stúlkna. Neyð kvenna og stúlkna er víða um þessar mundir, ekki bara í Úkraínu, heldur líka í Afganistan, Eþópíu, Jemen og Sýrlandi. Þú getur lagt þitt af mörkum Nú þegar flest okkar eru farin að hugsa til sumarsins og hlakka til ferðalaga og frábærra stunda með fjölskyldum og vinum sem við eigum svo sannarlega skilið eftir undanfarin COVID ár, verðum við á sama tíma að hugsa um þau sem hvorki hafa tök á að pakka í ferðatösku né velja sinn áfangastað. Við getum öll gert eitthvað og með því að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) getur þú lagt þitt af mörkum og þannig veitt konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Hjálparstarf Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnuninni „Náðir þú pakka?“ fyrir konur í neyð og á flótta og biðlar til almennings að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900kr.) og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og í dag, en fleiri en 80 milljónir manns hafa flúið heimili sín. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa 8 milljónir flúið heimili sín, þar af eru 90% konur og börn. Þegar fólk flýr heimili sín, sama hvort það er vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða ofsókna, gefst sjaldan tími til að pakka, hvað þá að hugsa fyrir nauðsynjum. Á sama tíma er sjaldan hugað að sértækum þörfum kvenna og stúlkna og er átakinu Náðir þú að pakka? ætlað að upplýsa almenning um stöðu kvenna og stúlkna á flótta, mikilvægi þess að tekið sé mið af sértækum þörfum þeirra þegar neyðaraðstoð er veitt og hversu mikilvægt það er fyrir heilsu og líf kvenna á flótta að hafa aðgang að hreinlætisvörum, sálfræðiaðstoð, upplýsingum um réttindi sín, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Konur greiða fyrir nauðsynjar með líkama sínum Stríðsátök hafa ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karlmenn eru líklegri til að deyja í átökum þá eru konur og stúlkur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, nauðgunum, mansali, nauðungarvinnu og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Nú þegar eru farnar að berast fréttir af því að konur og börn á flótta frá Úkraínu hverfi í ringulreiðinni sem ríkir á lestastöðvum og móttökustöðum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur það færst í aukana að konur á átakasvæðum og flótta séu þvingaðar til að „greiða“ fyrir húsaskjól, mat og vatn með líkama sínum. Nú þegar eru til rannsóknar 75 mál þar sem grunur liggur á að markvisst sé verið að beita kynferðisofbeldi sem stríðsvopni í Úkraínu. UN Women beitir sér af alefli fyrir því að raddir kvenna heyrist og að aðstæður séu viðunandi fyrir konur og börn þeirra á flótta. Tryggja verður öryggi þeirra og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna og stúlkna. Neyð kvenna og stúlkna er víða um þessar mundir, ekki bara í Úkraínu, heldur líka í Afganistan, Eþópíu, Jemen og Sýrlandi. Þú getur lagt þitt af mörkum Nú þegar flest okkar eru farin að hugsa til sumarsins og hlakka til ferðalaga og frábærra stunda með fjölskyldum og vinum sem við eigum svo sannarlega skilið eftir undanfarin COVID ár, verðum við á sama tíma að hugsa um þau sem hvorki hafa tök á að pakka í ferðatösku né velja sinn áfangastað. Við getum öll gert eitthvað og með því að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) getur þú lagt þitt af mörkum og þannig veitt konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun