Bjarni má búast við því að fá á baukinn frá Braga Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 07:00 Bragi Páll segist ekki trúa því að óreyndu að Bjarni fari að eltast við nöldur í einhverjum „nóboddís“ eins og sér þó köpuryrði falli. Það sé engu logið uppá Bjarna. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Bragi Páll er meðal ræðumanna á mótmælunum á Austurvelli í dag og hann boðar að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, fái að finna til tevatnsins. Boðað hefur verið til fimmtu mótmæla vegna bankasölunnar og hefur fjöldi manna boðað komu sína á Facebooksíðu sem stofnuð hefur verið um viðburðinn sem hefst klukkan 14:00. Ekkert frumlegt við spillinguna Ræðufólk eru þau Bragi, Kristinn Hrafnsson, Drífa Snædal, og Björn Leví Gunnarsson. Listamenn láta að sér kveða: „Guðmundur Pétursson fremur gítarópus, Einar Már Guðmundsson fer með ljóð dagsins, dúettinn Down & Out syngur um sægreifa, Brúðurnar snúa aftur o.fl. Stærstu trommur landsins verða barðar og fólki gefst tækifæri til að fella ríkisstjórnina með þremur boltum,“ segir í viðburðalýsingu. Bragi Páll segir, spurður hvað hann hafi til málanna að leggja við fundinn, að líta megi á hans ræðu sem lifandi flutning á „þessum sama pistli sem ég hef verið að skrifa um sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Ben með smá varíasjónum undanfarin ár. Það er ekkert frumlegt við spillinguna og þá fer að verða erfitt að koma með frumlega hneykslun,“ segir Bragi Páll í samtali við Vísi. Pistlar Braga, sem birst hafa á Stundinni, hafa vakið mikla athygli en hann mundar penna sinn af mikilli hörku. Síðasti pistill Braga Páls þess efnis er undir fyrirsögninni: „Fjármálaráðherra, flækjufótur, föðurlandssvikari“. Þú óttast ekki meiðyrðamál af hálfu Bjarna? „Lögin eru víst þannig að það er aðeins hægt að dæma þig fyrir meiðyrði ef sýnt er fram á að það sem sagt er sé efnislega rangt. Það þarf engu að ljúga upp á Bjarna þannig ég verð bara að treysta á að ákveði hann að kæra þá standi lagabókstafurinn með mér.“ Telur komið að lokum pólitísks ferlis Bjarna En nú hafa dómarar landsins dæmt blaðamenn í hópum ekki fyrir að segja ósatt heldur það að hafa greint frá einhverju ótilhlýðilegu sem þeir telja að eigi ekki erindi við almenning? „Jú, ég er svosem alveg meðvitaður um þetta, lítið hægt að treysta á löggjöfina í akkúrat þessum málum. En satt best að segja held ég að talsvert stærri spjót standi að Bjarna akkúrat þessi misserin en svo að hann nenni að eltast við nöldur í einhverjum nóboddís eins og mér.“ Bragi Páll telur reyndar einsýnt að nú fari að styttast í endalokin á pólitískum ferli Bjarna. „Samflokksmenn hljóta að sjá hvernig fylgi hans hefur verið í frjálsu falli þennan tíma sem Bjarni hefur stjórnað honum, þannig ég er farinn að kvíða því þegar hann óhjákvæmilega verður bráðlega stunginn í bakið og einhver annar tekur við. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa um í pistlunum mínum þá.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ 15. apríl 2022 15:35 Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Boðað hefur verið til fimmtu mótmæla vegna bankasölunnar og hefur fjöldi manna boðað komu sína á Facebooksíðu sem stofnuð hefur verið um viðburðinn sem hefst klukkan 14:00. Ekkert frumlegt við spillinguna Ræðufólk eru þau Bragi, Kristinn Hrafnsson, Drífa Snædal, og Björn Leví Gunnarsson. Listamenn láta að sér kveða: „Guðmundur Pétursson fremur gítarópus, Einar Már Guðmundsson fer með ljóð dagsins, dúettinn Down & Out syngur um sægreifa, Brúðurnar snúa aftur o.fl. Stærstu trommur landsins verða barðar og fólki gefst tækifæri til að fella ríkisstjórnina með þremur boltum,“ segir í viðburðalýsingu. Bragi Páll segir, spurður hvað hann hafi til málanna að leggja við fundinn, að líta megi á hans ræðu sem lifandi flutning á „þessum sama pistli sem ég hef verið að skrifa um sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Ben með smá varíasjónum undanfarin ár. Það er ekkert frumlegt við spillinguna og þá fer að verða erfitt að koma með frumlega hneykslun,“ segir Bragi Páll í samtali við Vísi. Pistlar Braga, sem birst hafa á Stundinni, hafa vakið mikla athygli en hann mundar penna sinn af mikilli hörku. Síðasti pistill Braga Páls þess efnis er undir fyrirsögninni: „Fjármálaráðherra, flækjufótur, föðurlandssvikari“. Þú óttast ekki meiðyrðamál af hálfu Bjarna? „Lögin eru víst þannig að það er aðeins hægt að dæma þig fyrir meiðyrði ef sýnt er fram á að það sem sagt er sé efnislega rangt. Það þarf engu að ljúga upp á Bjarna þannig ég verð bara að treysta á að ákveði hann að kæra þá standi lagabókstafurinn með mér.“ Telur komið að lokum pólitísks ferlis Bjarna En nú hafa dómarar landsins dæmt blaðamenn í hópum ekki fyrir að segja ósatt heldur það að hafa greint frá einhverju ótilhlýðilegu sem þeir telja að eigi ekki erindi við almenning? „Jú, ég er svosem alveg meðvitaður um þetta, lítið hægt að treysta á löggjöfina í akkúrat þessum málum. En satt best að segja held ég að talsvert stærri spjót standi að Bjarna akkúrat þessi misserin en svo að hann nenni að eltast við nöldur í einhverjum nóboddís eins og mér.“ Bragi Páll telur reyndar einsýnt að nú fari að styttast í endalokin á pólitískum ferli Bjarna. „Samflokksmenn hljóta að sjá hvernig fylgi hans hefur verið í frjálsu falli þennan tíma sem Bjarni hefur stjórnað honum, þannig ég er farinn að kvíða því þegar hann óhjákvæmilega verður bráðlega stunginn í bakið og einhver annar tekur við. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa um í pistlunum mínum þá.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ 15. apríl 2022 15:35 Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00
Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ 15. apríl 2022 15:35
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03