Pappatré í Paradís Sóley Kaldal skrifar 7. maí 2022 08:15 Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun