Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir yfirlýsingar um „þjóðarhöll“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 11:09 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir viljayfirlýsingar um að nú eigi að reisa þjóðarhöll og ráða niðurlögum verðbólgu. Slíkan innistæðulausan fagurgala megi rekja til þess að nú eru að koma kosningar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur eitt og annað við framgöngu ráðamanna að athuga nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent