Arnar: Maður á að vera þroskaðri en þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2022 19:27 Arnar Grétarsson viðurkenndi að hann hefði alveg átt brottvísun skilið í leiknum gegn KR. vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli þegar hans menn gerðu markalaust jafntefli við KR á Meistaravöllum í kvöld. Hann hrósaði sínu liði eftir leikinn. „Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“ Besta deild karla KA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“
Besta deild karla KA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira