Svona vill Vegagerðin tvöfalda Suðurlandsveg við Rauðavatn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2022 22:02 Landfylling verður gerð út í Rauðavatn. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Vegagerðin Vegagerðin undirbýr breikkun Suðurlandsvegar á fimm kílómetra kafla við bæjardyr Reykjavíkur, milli Rauðavatns og Hólmsár. Stefnt er að því að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndband af því hvernig vegurinn kemur til með að líta út þegar búið verður að fjölga akreinum í fjórar, í 2+2 veg, samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Umhverfismat er núna í kynningu og hafa menn frest til 16. maí næstkomandi til að gera athugasemdir við frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Vegarkaflinn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins.Stöð 2/Skjáskot. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þetta umferðarþyngsti tveggja akreina vegur á landinu og gera spár ráð fyrir að umferðin aukist um 30 til 50 prósent til ársins 2030. Markmið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi með því að aðskilja aksturstefnur og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg ásamt því að greiða fyrir umferð óvarinna vegfarenda. Sjónarhorn vegfarenda á austurleið við Rauðavatn eftir breikkun.Efla Verkinu verður skipt upp í tvo áfanga og er sá fyrri 1,9 kílómetra kafli á milli Bæjarháls og Norðlingavaðs. Síðar áfanginn er svo 3,4 kílómetra kafli á milli Norðlingavaðs og Hólmsár. Byggð verður ný brú yfir Hólmsá og eldri brú framlengd. Landfylling verður gerð út í Rauðavatn og segir Vegagerðin að hún sé talin geta bætt lífríki vatnsins og stöðugleika vatnsyfirborðs. Hringtorg við Norðlingavað verður tvöfaldað. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Ásýnd vegfarenda á leið til Reykjavíkur á kaflanum milli Hólmsár og Norðlingavaðs eftir tvöföldun.Efla Til að byrja með er gert ráð fyrir hringtorgum, en að mislæg gatnamót leysi þau af hólmi í framtíðinni. Ný hægri beygja verður inn og út við Heiðmörk. Vinstri beygjum verður lokað. Byggt verður nýtt hringtorg við Hafravatnsveg. Áformað hringtorg á gatnamótum Hafravatnsvegar.Efla Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Vonir standi til að framkvæmdir hefjist árið 2024 en of snemmt sé að segja til um verklok. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra kynningarmyndband um framkvæmdina: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndband af því hvernig vegurinn kemur til með að líta út þegar búið verður að fjölga akreinum í fjórar, í 2+2 veg, samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Umhverfismat er núna í kynningu og hafa menn frest til 16. maí næstkomandi til að gera athugasemdir við frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Vegarkaflinn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins.Stöð 2/Skjáskot. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þetta umferðarþyngsti tveggja akreina vegur á landinu og gera spár ráð fyrir að umferðin aukist um 30 til 50 prósent til ársins 2030. Markmið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi með því að aðskilja aksturstefnur og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg ásamt því að greiða fyrir umferð óvarinna vegfarenda. Sjónarhorn vegfarenda á austurleið við Rauðavatn eftir breikkun.Efla Verkinu verður skipt upp í tvo áfanga og er sá fyrri 1,9 kílómetra kafli á milli Bæjarháls og Norðlingavaðs. Síðar áfanginn er svo 3,4 kílómetra kafli á milli Norðlingavaðs og Hólmsár. Byggð verður ný brú yfir Hólmsá og eldri brú framlengd. Landfylling verður gerð út í Rauðavatn og segir Vegagerðin að hún sé talin geta bætt lífríki vatnsins og stöðugleika vatnsyfirborðs. Hringtorg við Norðlingavað verður tvöfaldað. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Ásýnd vegfarenda á leið til Reykjavíkur á kaflanum milli Hólmsár og Norðlingavaðs eftir tvöföldun.Efla Til að byrja með er gert ráð fyrir hringtorgum, en að mislæg gatnamót leysi þau af hólmi í framtíðinni. Ný hægri beygja verður inn og út við Heiðmörk. Vinstri beygjum verður lokað. Byggt verður nýtt hringtorg við Hafravatnsveg. Áformað hringtorg á gatnamótum Hafravatnsvegar.Efla Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Vonir standi til að framkvæmdir hefjist árið 2024 en of snemmt sé að segja til um verklok. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra kynningarmyndband um framkvæmdina:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22
Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42