Næst ójafnasta 3-0 einvígi í sögu úrslitakeppninnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 14:30 Valsmennirnir Þorgils Jón Svölu Baldursson og Björgvin Páll Gústavsson þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir sigurinn á Selfossi í gær. vísir/hulda margrét Valur átti ekki í miklum vandræðum að slá Selfoss út í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn unnu leikina þrjá með samtals 26 marka mun og vantaði bara fjögur mörk til að jafna eigið met frá 2017. Valur vann þriðja leikinn gegn Selfossi í gær með níu marka mun, 36-27. Selfyssingar voru með frumkvæðið framan af en Valsmenn skoruðu sjö af síðustu átta mörkum fyrri hálfleiks og voru með sjö marka forskot að honum loknum, 19-12. Valur vann fyrsta leikinn á Hlíðarenda með ellefu marka mun, 36-25, og og sex mörkum munaði á liðunum í öðrum leiknum á Selfossi, 29-35. Valsmenn unnu því leikina þrjá með samtals 26 marka mun. Það er næstmesti munur sem hefur verið á liðum í einvígi í úrslitakeppni sem endar 3-0. Metið er í eigu Vals en 2017 vann liðið Fram, 3-0, í undanúrslitunum. Frammarar komu gríðarlega á óvart með því að slá Íslandsmeistara Hauka út í átta liða úrslitunum, 2-1, en í undanúrslitunum var ekkert eftir á tankinum hjá Safamýrarpiltum. Valur vann leikina þrjá með samtals þrjátíu marka mun. Valsmenn fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í oddaleik í úrslitum. Þriðji mesti munurinn á liðum í 3-0 einvígi voru sautján mörk þegar Haukar unnu Val með samtals sautján mörkum í undanúrslitunum 2015. Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni það tímabil. Einvígi sem hafa endað 3-0 í úrslitakeppni 2017: Valur-Fram 30 marka munur 2022: Valur-Selfoss 26 marka munur 2015: Haukar-Valur 17 marka munur 2012: HK-Haukar 14 marka munur 2004: Haukar-Valur 13 marka munur 2005: Haukar-ÍBV 9 marka munur 2015: Haukar-Afturelding 9 marka munur 2012: HK-FH 8 marka munur 2018: ÍBV-Haukar 7 marka munur 2019: Selfoss-Valur 5 marka munur Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Snorri Steinn: Er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Með honum tryggðu Valsmenn sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla. 8. maí 2022 22:16 Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. 8. maí 2022 22:06 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Valur vann þriðja leikinn gegn Selfossi í gær með níu marka mun, 36-27. Selfyssingar voru með frumkvæðið framan af en Valsmenn skoruðu sjö af síðustu átta mörkum fyrri hálfleiks og voru með sjö marka forskot að honum loknum, 19-12. Valur vann fyrsta leikinn á Hlíðarenda með ellefu marka mun, 36-25, og og sex mörkum munaði á liðunum í öðrum leiknum á Selfossi, 29-35. Valsmenn unnu því leikina þrjá með samtals 26 marka mun. Það er næstmesti munur sem hefur verið á liðum í einvígi í úrslitakeppni sem endar 3-0. Metið er í eigu Vals en 2017 vann liðið Fram, 3-0, í undanúrslitunum. Frammarar komu gríðarlega á óvart með því að slá Íslandsmeistara Hauka út í átta liða úrslitunum, 2-1, en í undanúrslitunum var ekkert eftir á tankinum hjá Safamýrarpiltum. Valur vann leikina þrjá með samtals þrjátíu marka mun. Valsmenn fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í oddaleik í úrslitum. Þriðji mesti munurinn á liðum í 3-0 einvígi voru sautján mörk þegar Haukar unnu Val með samtals sautján mörkum í undanúrslitunum 2015. Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni það tímabil. Einvígi sem hafa endað 3-0 í úrslitakeppni 2017: Valur-Fram 30 marka munur 2022: Valur-Selfoss 26 marka munur 2015: Haukar-Valur 17 marka munur 2012: HK-Haukar 14 marka munur 2004: Haukar-Valur 13 marka munur 2005: Haukar-ÍBV 9 marka munur 2015: Haukar-Afturelding 9 marka munur 2012: HK-FH 8 marka munur 2018: ÍBV-Haukar 7 marka munur 2019: Selfoss-Valur 5 marka munur
2017: Valur-Fram 30 marka munur 2022: Valur-Selfoss 26 marka munur 2015: Haukar-Valur 17 marka munur 2012: HK-Haukar 14 marka munur 2004: Haukar-Valur 13 marka munur 2005: Haukar-ÍBV 9 marka munur 2015: Haukar-Afturelding 9 marka munur 2012: HK-FH 8 marka munur 2018: ÍBV-Haukar 7 marka munur 2019: Selfoss-Valur 5 marka munur
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Snorri Steinn: Er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Með honum tryggðu Valsmenn sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla. 8. maí 2022 22:16 Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. 8. maí 2022 22:06 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Snorri Steinn: Er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Með honum tryggðu Valsmenn sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla. 8. maí 2022 22:16
Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. 8. maí 2022 22:06