Ólafía Þórunn leikur erlendis í fyrsta skipti í tæp tvö ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. maí 2022 23:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir snýr aftur síðar í þessum mánuði. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er skráð til leiks á Jabra Ladies Open-mótinu þann 19. til 21. maí. Það verður hennar fyrsta mót erlendis síðan í ágúst 2020. Þetta kemur fram í viðtali Ólafíu Þórunnar við vefinn Golf.is. Ólafía Þórunn hefur verið í barneignarleyfi eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í júní á síðasta ári. Hún segir það krefjandi að mæta á Evian-völlinn í Frakklandi eftir svo langa pásu. „Það verður ekkert grín að byrja á Evian-vellinum eftir svona langt hlé. Þetta er virkilega erfiður og krefjandi keppnisvöllur. Ég er samt sem áður mjög spennt að byrja aftur.“ Ólafía Þórunn er búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og syni. „Ég ákvað að bíða aðeins með að reyna mig á ný í Bandaríkjunum, þar sem að ég er með mjög takmarkað aðgengi að mótum á LPGA. Ég ætla því að taka mótin sem eru í boði hér í Evrópu. Staðsetning okkar hér í Þýskalandi gerir það einfaldara að geta keyrt á mörg mótin.“ Nokkrir hlutir hafa breyst síðan Ólafa Þórunn varð móðir. „Ég slæ mun styttra en ég var vön að gera. Það hefur hins vegar gengið nokkuð vel að spila og aðlagast breytingunum. Hreyfingarnar í sveiflunni eru enn til staðar, þetta er eins og að fara hjóla á ný eftir langt hlé,“ útskýrði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur og móðir að endingu í viðtali sínu á Golf.is. Hún verður ekki eini Íslendingurinn í Frakklandi þessa helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig skráð til leiks. Golf Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Ólafíu Þórunnar við vefinn Golf.is. Ólafía Þórunn hefur verið í barneignarleyfi eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í júní á síðasta ári. Hún segir það krefjandi að mæta á Evian-völlinn í Frakklandi eftir svo langa pásu. „Það verður ekkert grín að byrja á Evian-vellinum eftir svona langt hlé. Þetta er virkilega erfiður og krefjandi keppnisvöllur. Ég er samt sem áður mjög spennt að byrja aftur.“ Ólafía Þórunn er búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og syni. „Ég ákvað að bíða aðeins með að reyna mig á ný í Bandaríkjunum, þar sem að ég er með mjög takmarkað aðgengi að mótum á LPGA. Ég ætla því að taka mótin sem eru í boði hér í Evrópu. Staðsetning okkar hér í Þýskalandi gerir það einfaldara að geta keyrt á mörg mótin.“ Nokkrir hlutir hafa breyst síðan Ólafa Þórunn varð móðir. „Ég slæ mun styttra en ég var vön að gera. Það hefur hins vegar gengið nokkuð vel að spila og aðlagast breytingunum. Hreyfingarnar í sveiflunni eru enn til staðar, þetta er eins og að fara hjóla á ný eftir langt hlé,“ útskýrði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur og móðir að endingu í viðtali sínu á Golf.is. Hún verður ekki eini Íslendingurinn í Frakklandi þessa helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig skráð til leiks.
Golf Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira