Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 10. maí 2022 07:13 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, mættust í Pallborðinu á Vísi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. Í þessari könnun, sem Prósent gerði fyrir blaðið, er Samfylkingin langstærsti flokkur borgarinnar og fengi tæp 27 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa kjörna. Þar á eftir koma Píratar með tæp átján prósent, meira en tíu prósentum meira en í síðustu kosningum og fengju fjóra fulltrúa en hafa tvo í dag. Þvínæst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með rúm sextán prósent atkvæða en flokkurinn fékk rúm 30 prósent síðast. Þetta þýðir að hann myndi missa fjóra af sínum átta fulltrúum í borgarstjórn. Í grafinu hér neðan má fletta í gegnum niðurstöðu síðustu skoðanakannana í borginni. Framsóknarflokkurinn næði inn þremur mönnum eins og raunin hefur verið í undanförnum könnunum en flokkurinn hefur engan í dag og Sósíalistar myndu ná tveimur fulltrúum inn. Viðreisn myndi missa annan sinna fulltrúa og VG héldu sínum eina. Flokkur fólksins heldur einnig sínum eina fulltrúa en aðrir flokkar, þar á meðal Miðflokkurinn mælast ekki með menn inni. Í Fréttablaðinu segir einnig frá því hvernig fylgi skiptist milli hverfa og má sjá að Samfylkingin fengi 42 prósent fylgi í miðborginni og 36 prósent í Vesturbænum. Píratar eru sterkastir í póstnúmeri 109 þar sem þeir mælast með 27 prósent. Sjálfstæðismenn mælast stærstir í Árbæ og Grafarvogi, um 27 og 25 prósenta fylgi. Nánar má lesa um könnunina í frétt Fréttablaðsins. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Í þessari könnun, sem Prósent gerði fyrir blaðið, er Samfylkingin langstærsti flokkur borgarinnar og fengi tæp 27 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa kjörna. Þar á eftir koma Píratar með tæp átján prósent, meira en tíu prósentum meira en í síðustu kosningum og fengju fjóra fulltrúa en hafa tvo í dag. Þvínæst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með rúm sextán prósent atkvæða en flokkurinn fékk rúm 30 prósent síðast. Þetta þýðir að hann myndi missa fjóra af sínum átta fulltrúum í borgarstjórn. Í grafinu hér neðan má fletta í gegnum niðurstöðu síðustu skoðanakannana í borginni. Framsóknarflokkurinn næði inn þremur mönnum eins og raunin hefur verið í undanförnum könnunum en flokkurinn hefur engan í dag og Sósíalistar myndu ná tveimur fulltrúum inn. Viðreisn myndi missa annan sinna fulltrúa og VG héldu sínum eina. Flokkur fólksins heldur einnig sínum eina fulltrúa en aðrir flokkar, þar á meðal Miðflokkurinn mælast ekki með menn inni. Í Fréttablaðinu segir einnig frá því hvernig fylgi skiptist milli hverfa og má sjá að Samfylkingin fengi 42 prósent fylgi í miðborginni og 36 prósent í Vesturbænum. Píratar eru sterkastir í póstnúmeri 109 þar sem þeir mælast með 27 prósent. Sjálfstæðismenn mælast stærstir í Árbæ og Grafarvogi, um 27 og 25 prósenta fylgi. Nánar má lesa um könnunina í frétt Fréttablaðsins.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira