Sýndu kvarti Halldórs skilning: „En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 09:59 Einvígi Selfoss og Vals er lokið með afar öruggum sigri Valsmanna. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu því skilning að Selfyssingar settu út á það hvernig Valsmenn framkvæmdu „hraða miðju“ í einvígi liðanna. Stundum hafi það verið gert ólöglega en ekki svo að það skipti miklu máli. Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira