Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2022 10:54 Birgitta Jónsdóttir er fyrrverandi þingmaður Pírata og er nú í Sósíalistaflokknum. Gunnar H. Gunnarsson er oddviti E-listans. getty/vísir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, staðfestir á Facebook að undirskrift hennar sem yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur undir höndum hafi verið fölsuð. Um er að ræða skjal sem veitir samþykki fyrir því að nafn hennar sé á framboðslista Reykjavíkur, betri borgar. Birgitta segist munu eiga fund með yfirkjörstjórn á morgun um næstu skref en í samtali við fréttastofu fyrr í morgun sagðist hún ekki hafa trú á því að undirskriftin hefði verið fölsuð, heldur væri líklega um misskiling að ræða. Fréttin hér fyrir neðan var uppfærð með ofangreindum upplýsingum klukkan 11.50. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. „Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, þegar fréttastofa leitaði til hennar í gær og spurði hana út í skipan hennar í 24. sæti E-listans. Birgitta sagðist í kjölfarið myndu fara fram á að nafn sitt yrði tekið af listanum. Gunnar sagðist í samtali við RÚV í gær ekki skilja hvernig nafn Birgittu hefði endað á listanum en hann hafði talið hana vera á lista af fúsum og frjálsum vilja. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband við Gunnar í morgun og spurði hann meðal annars að því hvað forsvarsmenn flokksins ætluðu að gera; hvort Birgitta yrði tekin af lista og hvort málið yrði rannsakað, það er að segja hvernig nafn hennar endaði á listanum. Gunnar fór undan í flæmingi, sagði málið í ferli og vísaði í aðra frétt RÚV um málið, þar sem haft var eftir Evu Bryndísi Helgadóttur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með yfirritaða yfirlýsingu frá Birgittu. Í samtali við RÚV sagði Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig. „Við þurfum þá að skoða það mál og ákveða í samráði við Birgittu hvort við beinum málinu til lögreglu eða hvort hún hafi frumkvæði að því sjálf.“ Ákveðin í því að vilja af listanum Gunnar vildi engu svara um það hvort hann vissi hvernig undirskrift Birgittu hefði ratað á yfirlýsinguna. Né heldur vildi hann svara því hvort málið yrði skoðað innan flokksins né hvort nýr maður yrði skipaður á listann. „Það er ekki okkar að taka neinn út eða setja neinn inn,“ svaraði hann og: „Ekki spyrja svona erfiðra spurninga; þú verður bara að tala við yfirvöldin.“ Þegar blaðamaður gekk á hann og sagði það hljóta að vera á forræði flokksins að taka ákvörðun um 24. sætið skellti Gunnar á. Fréttastofa ræddi í framhaldinu við Birgittu sem sagðist telja að um misskilning væri að ræða. „Ég skrifaði undir eitthvað plagg,“ sagði Birgitta en hún hefði talið að um væri að ræða stuðningsyfirlýsingu við framboðið. „Þeir myndu aldrei fara að falsa undirskriftina mína, þeir eru ekki þannig,“ bætti hún við en sagðist í kjölfarið líklega myndu óska eftir því að fá að sjá skjalið. Birgitta sagðist ekki vilja gera mikið úr málinu en hún væri hins vegar ákveðin í því að vilja láta fjarlægja sig af listanum. „Ef ég verð ekki tekin útaf listanum þá finnst mér það alvarlegt mál,“ sagði hún. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Birgitta segist munu eiga fund með yfirkjörstjórn á morgun um næstu skref en í samtali við fréttastofu fyrr í morgun sagðist hún ekki hafa trú á því að undirskriftin hefði verið fölsuð, heldur væri líklega um misskiling að ræða. Fréttin hér fyrir neðan var uppfærð með ofangreindum upplýsingum klukkan 11.50. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. „Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, þegar fréttastofa leitaði til hennar í gær og spurði hana út í skipan hennar í 24. sæti E-listans. Birgitta sagðist í kjölfarið myndu fara fram á að nafn sitt yrði tekið af listanum. Gunnar sagðist í samtali við RÚV í gær ekki skilja hvernig nafn Birgittu hefði endað á listanum en hann hafði talið hana vera á lista af fúsum og frjálsum vilja. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband við Gunnar í morgun og spurði hann meðal annars að því hvað forsvarsmenn flokksins ætluðu að gera; hvort Birgitta yrði tekin af lista og hvort málið yrði rannsakað, það er að segja hvernig nafn hennar endaði á listanum. Gunnar fór undan í flæmingi, sagði málið í ferli og vísaði í aðra frétt RÚV um málið, þar sem haft var eftir Evu Bryndísi Helgadóttur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með yfirritaða yfirlýsingu frá Birgittu. Í samtali við RÚV sagði Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig. „Við þurfum þá að skoða það mál og ákveða í samráði við Birgittu hvort við beinum málinu til lögreglu eða hvort hún hafi frumkvæði að því sjálf.“ Ákveðin í því að vilja af listanum Gunnar vildi engu svara um það hvort hann vissi hvernig undirskrift Birgittu hefði ratað á yfirlýsinguna. Né heldur vildi hann svara því hvort málið yrði skoðað innan flokksins né hvort nýr maður yrði skipaður á listann. „Það er ekki okkar að taka neinn út eða setja neinn inn,“ svaraði hann og: „Ekki spyrja svona erfiðra spurninga; þú verður bara að tala við yfirvöldin.“ Þegar blaðamaður gekk á hann og sagði það hljóta að vera á forræði flokksins að taka ákvörðun um 24. sætið skellti Gunnar á. Fréttastofa ræddi í framhaldinu við Birgittu sem sagðist telja að um misskilning væri að ræða. „Ég skrifaði undir eitthvað plagg,“ sagði Birgitta en hún hefði talið að um væri að ræða stuðningsyfirlýsingu við framboðið. „Þeir myndu aldrei fara að falsa undirskriftina mína, þeir eru ekki þannig,“ bætti hún við en sagðist í kjölfarið líklega myndu óska eftir því að fá að sjá skjalið. Birgitta sagðist ekki vilja gera mikið úr málinu en hún væri hins vegar ákveðin í því að vilja láta fjarlægja sig af listanum. „Ef ég verð ekki tekin útaf listanum þá finnst mér það alvarlegt mál,“ sagði hún.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira