Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. maí 2022 12:01 Vísir/Adelina Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. Kompás varpaði ljósi á hversu útbreitt ofbeldi, lygar og gaslýsing er í hinum andlega heimi á Íslandi. Með vaxandi vinsældum nýaldarhyggju hafa sprottið fram fjöldinn allur af leiðtogum, kennurum og leiðbeinendum sem taka sér valdastöðu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi eða reynslu. Varasamar krossgötur Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur lent í trúarofbeldi eða sértrúarsöfnuðum. „Öll fræði segja að þegar fólk er á einhverjum breytingum og standa á krossgötum, að flytja að heiman, byrja í nýjum skóla, búin að missa maka eða ástvin, þá er það viðkvæmast fyrir því að kaupa öfgafulla hugmyndafræði. Því það vantar eitthvað,“ segir Petra. „Og það er ekki fyrr en eftir á að fólk sér að það var verið að beita það ofbeldi.“ - Petra Hólmgrímsdóttir Í Bandaríkjunum, þar sem er mest verið að rannsaka svona söfnuði, þá er þetta yfir-millistéttarfólk sem er líklegast til að ganga í trúarsöfnuði, bendir Petra á. Hér má nálgast rannsókn sem varpar ljósi á hverjir ganga til liðs við trúarhreyfingar og sértrúarsöfnuði. Kærleiksgæfing og gaslýsing til skiptis Heilbrigðisverkfræðingurinn Áróra Helgadóttir, einn af viðmælendum Kompáss, var að koma úr kulnun þegar hún gekk til liðs við andlegt samfélag, staðsett rétt fyrir utan borgarmörkin. Hún var þar í átta mánuði, beitt ítrekuðu ofbeldi og gaslýsingu, en komst loks í burtu. „Reisnin mín verður engin. Ég verð einskis virði, ég er ótrúlega brotin og það er bara sviss á gaslýsingu og lovebombing og allskonar ofbeldi sem er mjög ruglandi. Og ekki bara frá einum aðila, heldur frá stærra samhengi. „Ég er algjörlega niðurbrotin og hef ekkert fram að færa, nema líkama minn til kynlífs.“ - Áróra Helgadóttir Og ég hugsaði á meðan: Vá hvað ég er heppin. Að þau skuli vera hérna til staðar fyrir mig,“ sagði Áróra í Kompás. Kompásþáttinn um ofbeldi í andlega heiminum má nálgast hér að neðan: Trúin er ekki vandamálið heldur leiðtogarnir „Það liggja fyrir endalausar rannsóknir um að það sé jákvætt fyrir fólk að eiga sér trú, hún geti veitt lífsfyllingu og gleði. En það sem við þurfum að varast þegar kemur að svona hópum er uppbyggingin,“ segir Petra. „Máttu vera með þína eigin gagnrýnu hugsun? Máttu mótmæla? Máttu kaupa ákveðinn hluta hugmyndafræðinnar en ekki hinn? Um leið og þú mátt ekki gagnrýna eða spyrja spurninga, spyrja út í fjármál, gagnsæi og svo framvegis, þá erum við komin út á hættubrautina.“ „Þá erum við komin inn í leiðtogaheim þar sem er einhver sem veit betur en þú, og þú átt að hlýða.“ - Petra Hólmgrímsdóttir „Þegar við erum farin að treysta á að leiðtogarnir, sama hverjir þeir eru, hafi alltaf rétt fyrir sér, þá förum við að minnka sjálfið okkar. Við treystum ekki á okkar innsæi, við treystum ekki á fyrri þekkingu og látum þá oft glepjast út í eitthvað sem við mundum ekki vilja,“ segir Petra. Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Kompás varpaði ljósi á hversu útbreitt ofbeldi, lygar og gaslýsing er í hinum andlega heimi á Íslandi. Með vaxandi vinsældum nýaldarhyggju hafa sprottið fram fjöldinn allur af leiðtogum, kennurum og leiðbeinendum sem taka sér valdastöðu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi eða reynslu. Varasamar krossgötur Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur lent í trúarofbeldi eða sértrúarsöfnuðum. „Öll fræði segja að þegar fólk er á einhverjum breytingum og standa á krossgötum, að flytja að heiman, byrja í nýjum skóla, búin að missa maka eða ástvin, þá er það viðkvæmast fyrir því að kaupa öfgafulla hugmyndafræði. Því það vantar eitthvað,“ segir Petra. „Og það er ekki fyrr en eftir á að fólk sér að það var verið að beita það ofbeldi.“ - Petra Hólmgrímsdóttir Í Bandaríkjunum, þar sem er mest verið að rannsaka svona söfnuði, þá er þetta yfir-millistéttarfólk sem er líklegast til að ganga í trúarsöfnuði, bendir Petra á. Hér má nálgast rannsókn sem varpar ljósi á hverjir ganga til liðs við trúarhreyfingar og sértrúarsöfnuði. Kærleiksgæfing og gaslýsing til skiptis Heilbrigðisverkfræðingurinn Áróra Helgadóttir, einn af viðmælendum Kompáss, var að koma úr kulnun þegar hún gekk til liðs við andlegt samfélag, staðsett rétt fyrir utan borgarmörkin. Hún var þar í átta mánuði, beitt ítrekuðu ofbeldi og gaslýsingu, en komst loks í burtu. „Reisnin mín verður engin. Ég verð einskis virði, ég er ótrúlega brotin og það er bara sviss á gaslýsingu og lovebombing og allskonar ofbeldi sem er mjög ruglandi. Og ekki bara frá einum aðila, heldur frá stærra samhengi. „Ég er algjörlega niðurbrotin og hef ekkert fram að færa, nema líkama minn til kynlífs.“ - Áróra Helgadóttir Og ég hugsaði á meðan: Vá hvað ég er heppin. Að þau skuli vera hérna til staðar fyrir mig,“ sagði Áróra í Kompás. Kompásþáttinn um ofbeldi í andlega heiminum má nálgast hér að neðan: Trúin er ekki vandamálið heldur leiðtogarnir „Það liggja fyrir endalausar rannsóknir um að það sé jákvætt fyrir fólk að eiga sér trú, hún geti veitt lífsfyllingu og gleði. En það sem við þurfum að varast þegar kemur að svona hópum er uppbyggingin,“ segir Petra. „Máttu vera með þína eigin gagnrýnu hugsun? Máttu mótmæla? Máttu kaupa ákveðinn hluta hugmyndafræðinnar en ekki hinn? Um leið og þú mátt ekki gagnrýna eða spyrja spurninga, spyrja út í fjármál, gagnsæi og svo framvegis, þá erum við komin út á hættubrautina.“ „Þá erum við komin inn í leiðtogaheim þar sem er einhver sem veit betur en þú, og þú átt að hlýða.“ - Petra Hólmgrímsdóttir „Þegar við erum farin að treysta á að leiðtogarnir, sama hverjir þeir eru, hafi alltaf rétt fyrir sér, þá förum við að minnka sjálfið okkar. Við treystum ekki á okkar innsæi, við treystum ekki á fyrri þekkingu og látum þá oft glepjast út í eitthvað sem við mundum ekki vilja,“ segir Petra.
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01
Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31