Hæstbjóðendur komi til baka á hnjánum Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2022 09:00 Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigurður Pétur Sigmundsson. Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson voru fyrir svörum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir markmiðið að fella núverandi meirihluta í Hafnarfirði og koma jafnaðarmönnum aftur til valda í bænum. Oddvitar átta framboða í Hafnarfirði mættu til kappræðna í beinni útsendingu á Vísi í gær. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira