„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 09:08 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, hitti mann sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla til að mótmæla hversu illa þeim er gjarnan lagt. Vísir/Vilhelm Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira