Páll Vilhjálmsson fór bónleiður til búðar frá umboðsmanni Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2022 09:34 Páll kvartaði undan Kristni skólameistara til umboðsmanns Alþingis, að hann hafi með ólögmætum hætti skipt sér af þátttöku sinni í opinberri umræðu. En umboðsmaður telur það ekki standast skoðun. Hinn umdeildi Páll Vilhjálmsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og bloggari, sendi umboðsmanni Alþingis erindi þar sem hann taldi fyrirliggjandi að Kristinn Þorsteinsson skólameistari hafi reist tjáningarfrelsi sínu skorður. Umboðsmaður tekur ekki undir það með Páli. Skrif Páls um Samherjamál og Helga Seljan fréttamann voru mjög til umfjöllunar í október á síðasta ári og hafa valdið verulegri ólgu innan skólans. Páll gerði því skóna að af því að Helgi hafi greint frá því að hann hefði farið á geðdeild, þá þýddi það að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri með ómarktækur. Páll hlaut ákúrur frá Kristni sem sagði í bréfi til ósáttra foreldra að tjáningarfrelsið væri hornsteinn lýðræðislegrar umræðu. Hann sagðist þó ekki geta látið skrifin fram hjá sér fara án þess að gera athugasemdir. Hann lýsti sig alfarið ósamála skrifum Páls, taldi þau afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og að hann hafi gert Páli grein fyrir þeirri afstöðu. Umboðsmaður hefur birt álit sitt og er niðurstaða hans sú að skólameistari hafi ekki farið út fyrir heimildir sínar og ekkert lægi fyrir um að ákvörðun um yfirvinnu, sem Páll taldi sig hafa verið hlunnfarinn um í refsingarskini, tengdist bloggskrifum hans. Forstöðumanni óheimilt að takmarka tjáningarfrelsið Í áliti umboðsmanns er málið rakið, sagt að Páll hafi kvartað undan þessum viðbrögðum. „Byggðist kvörtunin á því að skólameistarinn hefði með ólögmætum hætti skipt sér af þátttöku hans í opinberri umræðu og vegið þannig að starfsheiðri hans og stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningarfrelsis. Hefði skólameistari lýst óánægju með skrifin á fundi með A, fjallað um þau í tölvubréfi til starfsmanna, nemenda og foreldra og enn fremur hefði í framhaldinu dregið verulega úr þeirri yfirvinnu sem A hefði verið úthlutað,“ segir í álitinu. Umboðsmaður setur fram það sjónarmið að forstöðumanni opinberrar stofnunar sé óheimilt að takmarka tjáningarfrelsi starfsmanna og þátttöku þeirra í samfélagsumræðu en hann þyrfti engu að síður að geta brugðist við ef ummæli hefðu áhrif á starfsemi þeirrar stofnunar sem hann leiðir. Og gæta þess að skólastarfið sé í samræmi við lög og reglugerðir. Kristinn hlaut að bregðast við skrifunum Þá „bæri honum sem öðrum aðilum skólasamfélagsins að leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag. Sér í lagi væri til þess ætlast að í framhaldsskólum væri fjallað um mál sem kynnu að hafa áhrif á skólabrag, þ.m.t. mál sem kæmu upp utan skólatíma og í rafrænum samskiptum. Með fyrrgreindu tölvubréfi hefði skólameistari brugðist við máli sem umtalað var í skólasamfélaginu og hann taldi að kynni að hafa þýðingu fyrir þau gildi sem skólinn stæði fyrir.“ Ekki yrði annað ráðið en að sú afstaða, sem skólameistari tjáði í téðu bréfi til foreldra, meðal annars með vísan til fjölbreytileika nemendahópsins svo og virðingar og stuðnings við nemendur, hafi verið í samræmi við skyldur hans. Þá er tiltekið að Kristinn hafi ekki veitt Páli formlega áminningu í starfi né bannað honum framvegis að tjá sig að viðlögðum slíkum afleiðingum. Í álitinu eru aðilar ekki nafgreindir en ekki getur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni hvaða mál er undir. Páll Vilhjálmsson var við kennslu þegar Vísir leitaði viðbragða hans og Kristinn skólameistari sagðist geta staðfest að erindi tengt skólanum hafi verið sent umboðsmanni en hann gæti ekki tjáð sig efnislega um það né heldur staðfest að þetta tiltekna álit væri um sig og Pál. Tjáningarfrelsi Framhaldsskólar Samfélagsmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. 5. apríl 2022 15:54 Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. 19. október 2021 11:48 Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Skrif Páls um Samherjamál og Helga Seljan fréttamann voru mjög til umfjöllunar í október á síðasta ári og hafa valdið verulegri ólgu innan skólans. Páll gerði því skóna að af því að Helgi hafi greint frá því að hann hefði farið á geðdeild, þá þýddi það að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri með ómarktækur. Páll hlaut ákúrur frá Kristni sem sagði í bréfi til ósáttra foreldra að tjáningarfrelsið væri hornsteinn lýðræðislegrar umræðu. Hann sagðist þó ekki geta látið skrifin fram hjá sér fara án þess að gera athugasemdir. Hann lýsti sig alfarið ósamála skrifum Páls, taldi þau afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og að hann hafi gert Páli grein fyrir þeirri afstöðu. Umboðsmaður hefur birt álit sitt og er niðurstaða hans sú að skólameistari hafi ekki farið út fyrir heimildir sínar og ekkert lægi fyrir um að ákvörðun um yfirvinnu, sem Páll taldi sig hafa verið hlunnfarinn um í refsingarskini, tengdist bloggskrifum hans. Forstöðumanni óheimilt að takmarka tjáningarfrelsið Í áliti umboðsmanns er málið rakið, sagt að Páll hafi kvartað undan þessum viðbrögðum. „Byggðist kvörtunin á því að skólameistarinn hefði með ólögmætum hætti skipt sér af þátttöku hans í opinberri umræðu og vegið þannig að starfsheiðri hans og stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningarfrelsis. Hefði skólameistari lýst óánægju með skrifin á fundi með A, fjallað um þau í tölvubréfi til starfsmanna, nemenda og foreldra og enn fremur hefði í framhaldinu dregið verulega úr þeirri yfirvinnu sem A hefði verið úthlutað,“ segir í álitinu. Umboðsmaður setur fram það sjónarmið að forstöðumanni opinberrar stofnunar sé óheimilt að takmarka tjáningarfrelsi starfsmanna og þátttöku þeirra í samfélagsumræðu en hann þyrfti engu að síður að geta brugðist við ef ummæli hefðu áhrif á starfsemi þeirrar stofnunar sem hann leiðir. Og gæta þess að skólastarfið sé í samræmi við lög og reglugerðir. Kristinn hlaut að bregðast við skrifunum Þá „bæri honum sem öðrum aðilum skólasamfélagsins að leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag. Sér í lagi væri til þess ætlast að í framhaldsskólum væri fjallað um mál sem kynnu að hafa áhrif á skólabrag, þ.m.t. mál sem kæmu upp utan skólatíma og í rafrænum samskiptum. Með fyrrgreindu tölvubréfi hefði skólameistari brugðist við máli sem umtalað var í skólasamfélaginu og hann taldi að kynni að hafa þýðingu fyrir þau gildi sem skólinn stæði fyrir.“ Ekki yrði annað ráðið en að sú afstaða, sem skólameistari tjáði í téðu bréfi til foreldra, meðal annars með vísan til fjölbreytileika nemendahópsins svo og virðingar og stuðnings við nemendur, hafi verið í samræmi við skyldur hans. Þá er tiltekið að Kristinn hafi ekki veitt Páli formlega áminningu í starfi né bannað honum framvegis að tjá sig að viðlögðum slíkum afleiðingum. Í álitinu eru aðilar ekki nafgreindir en ekki getur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni hvaða mál er undir. Páll Vilhjálmsson var við kennslu þegar Vísir leitaði viðbragða hans og Kristinn skólameistari sagðist geta staðfest að erindi tengt skólanum hafi verið sent umboðsmanni en hann gæti ekki tjáð sig efnislega um það né heldur staðfest að þetta tiltekna álit væri um sig og Pál.
Tjáningarfrelsi Framhaldsskólar Samfélagsmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. 5. apríl 2022 15:54 Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. 19. október 2021 11:48 Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. 5. apríl 2022 15:54
Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. 19. október 2021 11:48
Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent