AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2022 10:40 AGS telur að einföldun regluverks við byggingu íbúðahúsnæðis geti gert húsnæðisverð aðgengilegra fyrir fleiri. Vísir/Vilhelm. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar á stöðu og horfum íslensks efnahagslífs, sem gefið var út í dag. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Um reglubundna heimsókn er að ræða sem hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi. Sendinefndin greindi frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík í morgun. Horfa má á upptöku frá fundinn hér að neðan. Í álitinu kemur fram að nefndin telji að íslenskt efnahagslíf hafi tekist ágætlega að glíma við fjölmörg áföll frá árinu 2019. Horfur í efnahagslífinu sé jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Í ágætri stöðu Að mati sjóðsins tengist óvissan einkum alþjóðlegum efnahagsáhrifum stríðsins í Úkraínu, samdrætti í efnahagi á heimsvísu sem og kórónuveirufaraldrinum. Segir þó í áliti sjóðsins að íslenski efnahagurinn sé í ágætri stöðu til að takast á við mögulega neikvæða þróun tengda þessum þáttum. Aðgerða þörf til að takast á við verðsveiflur húsnæðis Í áliti sendinefndarinnar er sérstaklega vikið að stöðu húsnæðismarkaðarins hér á landi þar sem fram kemur að skörp hækkun húsnæðisverðs hér á landi að undanförnu sé áhættuþáttur. Skörp leiðrétting húsnæðisverðs gæti veikt efnahagsreikninga heimila og fjármálageirans. Hækkun húsnæðisverðs hafi einnig haft neikvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið húsnæði, sér í lagi fyrir yngra fólk og þá sem tekjulægri eru. Vel útfærðar og samræmdar aðgerðir séu nauðsynlegar til að takast á við húsnæðisverðssveifluna. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti sendinefndina á dögunum. Iva Petrova, til hægri við Lilju, fór fyrir nefndinni.Stjórnarráðið. Endurhanna ætti stuðning hins opinbera í húsnæðismálum. Markvissari stuðningur við fólk á leigumarkaði og áframhaldandi fjárfesting í félagslegu húsnæði ætti að stuðla að hagkvæmara leiguverði, að mati sendinefndarinnar. Gagnsæi og jafnræði skipta sköpum við sölu á bönkum í ríkiseigu Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að það ætti að vera eitt af lykilverkefnum íslensku ríkisstjórnarinnar að tryggja að eigendur banka hér á landi séu hæfir. Er þar vísað í að ekki sé langt síðan íslenska bankakerfið féll á einu bretti árið 2008. Iva Petrova, formaður sendinefndar AGS.Vísir/Arnar Gagnsæi og jafnræði skipti sköpum til þess að varðveita trúverðugleika allra sem í hlut eiga við sölu á bönkum í ríkiseigu. Setja ætti skilyrði fyrir þátttöku fjárfesta og viðmið fyrir hæfi þeirra í regluverki er snýr að sölu banka í ríkiseigu til þess draga úr orðspors- og stöðugleikaáhættu fyrir ríkið og fjármálakerfið. Í þessu samhengi ætti Seðlabankinn að fara yfir framtíðaráform um sölu banka í ríkiseigu til þess að tryggja að gætt verði að hæfi og heilindum mögulegra fjárfesta og að tekið sé með viðunandi hætti á öðrum varúðartengdum þáttum, segir í áliti nefndarinnar. Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Verðlag Salan á Íslandsbanka Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar á stöðu og horfum íslensks efnahagslífs, sem gefið var út í dag. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Um reglubundna heimsókn er að ræða sem hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi. Sendinefndin greindi frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík í morgun. Horfa má á upptöku frá fundinn hér að neðan. Í álitinu kemur fram að nefndin telji að íslenskt efnahagslíf hafi tekist ágætlega að glíma við fjölmörg áföll frá árinu 2019. Horfur í efnahagslífinu sé jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Í ágætri stöðu Að mati sjóðsins tengist óvissan einkum alþjóðlegum efnahagsáhrifum stríðsins í Úkraínu, samdrætti í efnahagi á heimsvísu sem og kórónuveirufaraldrinum. Segir þó í áliti sjóðsins að íslenski efnahagurinn sé í ágætri stöðu til að takast á við mögulega neikvæða þróun tengda þessum þáttum. Aðgerða þörf til að takast á við verðsveiflur húsnæðis Í áliti sendinefndarinnar er sérstaklega vikið að stöðu húsnæðismarkaðarins hér á landi þar sem fram kemur að skörp hækkun húsnæðisverðs hér á landi að undanförnu sé áhættuþáttur. Skörp leiðrétting húsnæðisverðs gæti veikt efnahagsreikninga heimila og fjármálageirans. Hækkun húsnæðisverðs hafi einnig haft neikvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið húsnæði, sér í lagi fyrir yngra fólk og þá sem tekjulægri eru. Vel útfærðar og samræmdar aðgerðir séu nauðsynlegar til að takast á við húsnæðisverðssveifluna. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti sendinefndina á dögunum. Iva Petrova, til hægri við Lilju, fór fyrir nefndinni.Stjórnarráðið. Endurhanna ætti stuðning hins opinbera í húsnæðismálum. Markvissari stuðningur við fólk á leigumarkaði og áframhaldandi fjárfesting í félagslegu húsnæði ætti að stuðla að hagkvæmara leiguverði, að mati sendinefndarinnar. Gagnsæi og jafnræði skipta sköpum við sölu á bönkum í ríkiseigu Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að það ætti að vera eitt af lykilverkefnum íslensku ríkisstjórnarinnar að tryggja að eigendur banka hér á landi séu hæfir. Er þar vísað í að ekki sé langt síðan íslenska bankakerfið féll á einu bretti árið 2008. Iva Petrova, formaður sendinefndar AGS.Vísir/Arnar Gagnsæi og jafnræði skipti sköpum til þess að varðveita trúverðugleika allra sem í hlut eiga við sölu á bönkum í ríkiseigu. Setja ætti skilyrði fyrir þátttöku fjárfesta og viðmið fyrir hæfi þeirra í regluverki er snýr að sölu banka í ríkiseigu til þess draga úr orðspors- og stöðugleikaáhættu fyrir ríkið og fjármálakerfið. Í þessu samhengi ætti Seðlabankinn að fara yfir framtíðaráform um sölu banka í ríkiseigu til þess að tryggja að gætt verði að hæfi og heilindum mögulegra fjárfesta og að tekið sé með viðunandi hætti á öðrum varúðartengdum þáttum, segir í áliti nefndarinnar.
Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Verðlag Salan á Íslandsbanka Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44