Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2022 20:31 Maria Alyokhina komst frá Hvíta-Rússlandi til Litáen fyrir tilstilli ónefndrar Evrópuþjóðar sem aðstoðaði hana með útgáfu einhverskonar ferðaskjals. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki viljað tjá sig um hvort Ísland hafi átt hlut að máli. Samsett Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. Fyrr í dag var greint frá því að New York Times, sem fjallaði um flótta Alyokhinu frá Hvíta-Rússlandi, hefði fullyrt að íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi sannfært ónefnt Evrópuríki um að útvega henni vegabréf svo hún kæmist til Litáen. Alyokhina hafði áður gert tvær tilraunir til að komast yfir til Litáen, án árangurs. Öllu betur hafi hins vegar gengið að komast á milli landa með skjalið sem Ragnar er sagður hafa útvegað, þar sem það hafi veitt henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríkjum. Tjá sig ekki um málefni einstaklinga Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að hann gæti ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Því fengust ekki svör við því hvort Ísland er hið ónafngreinda Evrópuríki sem sagt er hafa beitt sér fyrir Alyokhinu. Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/Golli Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra segir þá að ráðherrann tjái sig ekki um málefni einstaklinga í þessu samhengi. Þó samgleðjist hún bæði Möshu og félögum hennar í Pussy Riot „og að þau hafi tækifæri til þess að nýta sér listrænt og pólitískt tjáningarfrelsi sitt.“ Fóru til Þýskalands í morgun en snúa mögulega aftur Pussy Riot hefur síðastliðna vikuna verið við æfingar hér á landi, en hélt í morgun til Þýskalands. Þar mun sveitin hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Sveitin nýtti húsnæði á vegum Þjóðleikhússins til æfinga, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri að vonir stæðu til þess að eftir að hafa sett upp sýningar á nokkrum stöðum í Evrópu muni sveitin snúa aftur til Íslands í haust og stíga á svið í Þjóðleikhúsinu. Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að New York Times, sem fjallaði um flótta Alyokhinu frá Hvíta-Rússlandi, hefði fullyrt að íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi sannfært ónefnt Evrópuríki um að útvega henni vegabréf svo hún kæmist til Litáen. Alyokhina hafði áður gert tvær tilraunir til að komast yfir til Litáen, án árangurs. Öllu betur hafi hins vegar gengið að komast á milli landa með skjalið sem Ragnar er sagður hafa útvegað, þar sem það hafi veitt henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríkjum. Tjá sig ekki um málefni einstaklinga Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að hann gæti ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Því fengust ekki svör við því hvort Ísland er hið ónafngreinda Evrópuríki sem sagt er hafa beitt sér fyrir Alyokhinu. Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/Golli Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra segir þá að ráðherrann tjái sig ekki um málefni einstaklinga í þessu samhengi. Þó samgleðjist hún bæði Möshu og félögum hennar í Pussy Riot „og að þau hafi tækifæri til þess að nýta sér listrænt og pólitískt tjáningarfrelsi sitt.“ Fóru til Þýskalands í morgun en snúa mögulega aftur Pussy Riot hefur síðastliðna vikuna verið við æfingar hér á landi, en hélt í morgun til Þýskalands. Þar mun sveitin hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Sveitin nýtti húsnæði á vegum Þjóðleikhússins til æfinga, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri að vonir stæðu til þess að eftir að hafa sett upp sýningar á nokkrum stöðum í Evrópu muni sveitin snúa aftur til Íslands í haust og stíga á svið í Þjóðleikhúsinu.
Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Sjá meira