Árangur í þágu borgarbúa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:46 Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun