Af hverju er erfitt að elska íslenskan útgerðarmann? Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 07:17 Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar