Af hverju er erfitt að elska íslenskan útgerðarmann? Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 07:17 Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað. Í textanum segir hún að það sé erfitt að vera kona, en af tvennu illu sé best að standa með sínum manni, því þrátt fyrir alla hans augljósu galla er hann einfaldlega karlmaður og þeir ráða þessum heimi. Lagið kom út árið 1968 og síðan eru liðin 54 ár. Í sjávarútvegi er ekki erfitt að vera kona. Tækifærin eru nánast endalaus og greinin býður upp á fjölbreytt störf út um land allt, mikla grósku og möguleika til að búa til aukin verðmæti á góðum grunni. Styrkleiki greinarinnar liggur einmitt í þessum tækifærum og hvernig spilað verður úr þeim til framtíðar. Á tyllidögum, eins og á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðin föstudag, var þessum tækifærum gefið sérstaklega mikið pláss og samhliða var því vel haldið á lofti hversu mikilvæg greinin er fyrir þjóðina og þau lífsgæði sem við búum við. Á sama fundi var ný stjórn félagsins kynnt. Hana skipa 19 karlmenn á svipuðu reki með nokkuð svipaðan bakgrunn. Allir lofsöngvar og glansmyndir sem hugsast geta ná ekki að breiða yfir þá staðreynd að þarna afhjúpast helsti veikleiki greinarinnar og ástæða þess að framtíðarmúsíkin sem verið er að bera á borð á fundum eins og ársfundi SFS snar stöðvast og úreltir kántrí smellir koma upp í hugann. Er það virkilega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjölmörgu hæfu og reynslumiklu konur sem starfa í greininni sitji penar á kantinum, styðji sína menn og bíði eftir kynslóðarskiptum? Eigi sjávarútvegurinn að tvöfalda verðmætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það takist með einsleitum hópi karla af sama reki og með sama bakgrunn í fararbroddi. Það er ákveðin lágmarkskrafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mannlegar breytur sem greinin myndi græða svo margfalt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta borið. Þessi ráðstöfun endurspeglar vel mestu hættuna sem greinin stendur frammi fyrir - sjálfstortíming. Það má öllum vera ljóst að stjórn skipuð einsleitum hópi karla vekur neikvæða umræðu, skapar hugrenningatengsl um íhalds- og afturhaldssemi og að hún sé ekki í tengslum við raunveruleikan. En menn þrjóskast við og láta eins og þeir geti ekkert annað gert. Það sama á við um samtal greinarinnar við samfélagið sem á henni mjög margt að þakka. Þar ríkir lítið traust á milli og afar lítill skilningur um ólíkar afstöður en engu að síður er viðhöfð sama vonlausa nálgunin, pakkað í vörn og haldið áfram eins og ekkert sé. Það eru fáar atvinnugreinar á Íslandi sem eiga jafn ríka og áhugaverða sögu og sjávarútvegur og standa frammi fyrir jafn spennandi framtíðartækifærum fyrir ungt fólk af öllum kynjum og komandi kynslóðir. En skeytingarleysi gagnvart eðlilegum og nútímalegum viðmiðum og tilfinningalesblindan sem fær menn til að skipa 19 manna stjórn með 19 miðaldra karlmönnum, grefur undan tækifærunum og færir þá sem annars ættu að líta á sjávarútveginn sem Sílikondal þjóðarinnar til þess að horfa annað. Þar að auki gerir þetta dómgreindarleysi konunum í greininni ómögulegt að standa með sínum mönnum og það er það síðasta sem þeir þurfa á að halda. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun