Óskar Hrafn: Síðustu 15 mínúturnar voru þjáning Árni Jóhannsson skrifar 11. maí 2022 21:45 Óskar Hrafn var ánægður með mannlega styrkinn í sínum mönnum Hulda Margrét Breiðablik vann Stjörnuna fyrr í kvöld í frábærum fótboltaleik 3-2 í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Þjálfari Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson var mjög ánægður með úrslitin og að þau hafi fylgt frammistöðunni sem hans menn sýndu í kvöld. Mannlegur styrkur og þjáning komu mikið við sögu í svörum hans um leikinn. Óskar var spurður að því hvort þessi leikur hafi verið óþarflega spennandi frá hans bæjardyrum séð en lungan úr leiknum réðu Blikar lögum og lofum. „Mér fannst leikurinn já óþarflega spennandi. Hann var tvískiptur þessi leikur og ég átta mig ekki alveg á því hvar skiptin eru en fyrstu 70-75 mínúturnar höfðum við fullkomna stjórn á leiknum. Við hleypum þeim inn í leikinn og þeir jafna. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá leiknum en fyrst að svo var ekki endum við í 12-15 mínútum þar sem menn þurftu að grafa djúpt. Þetta var þjáning og einhver vinnusemi og svo kemur þetta frábæra mark frá Viktori en síðustu 15 mínúturnar voru bara þjáning. Það var sterkt mannleg eðli í að grafa djúpt og ná í þennan sigur.“ Óskar var þá spurður að því hvort það væri ekki þeim mun ánægjulegra að sjá leikmenn hans geta grafið svona djúpt til að ná í sigurinn. „Það kemur mér ekki endilega á óvart að þeir hafi náð að grafa svona djúpt. Þeir hafa oft gert það á þeim tíma sem ég hef verið með þeim. Það er hægt að skipta þessari frammistöðu á tvo vegu. Fyrstu 70 mínúturnar var þetta virkilega góð fótboltaleg frammistaða þar sem við héldum boltanum vel en vorum ekki nógu skarpir í færunum. Svo komu síðustu 15-20 mínúturnar þar sem við þurftum að grafa. Þetta var mannlegur styrkleiki. Úr hverju ertu gerður? Stjörnuliðið er orkumikið lið og þeir látat þig ekki í friði og halda áfram þangað til flautan gellur þannig að þú getur aldrei hætt og aldrei hvílt þig á móti þeim. Menn þjáðust þessar mínútur og sóttu djúpt kraft til að klára leikinn og ég er bara mjög ánægður með það og finnst það frábært að úrslitin fylgi með svona frammistöðu.“ Það var mikill hiti í leiknum og að mati Óskars var línan hjá dómurunum skrýtin þó hún hafi ekki haft áhrif. Hann var spurður út í dómarana og einnig fyrsta mark Stjörnumanna sem var umdeilt. „Ég sá ekki fyrsta markið nógu vel en miðað við hvernig hinir geðprúðustu menn létu eftir það þá hlýtur eitthvað að hafa verið bogið við það. Ég veit það samt ekki, ég sá það ekki. Línan var skrýtin í leiknum en það hafði ekki úrslitaáhrif. Við hleyptum þeim inn í leikinn með þessu marki og þetta er bara eins og það er. Við getum verið hérna til miðnættis og farið yfir alla dómana en við getum líka farið yfir öll mistökin sem við gerðum í leiknum.“ Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið mikið á milli tannanna á fólki enda búinn að vera frábær í sumar. Hann komst ekki á blað og var í strangri gæslu Stjörnumanna. Var ekki þá ánægjulegt að aðrir stigu upp í sóknarleiknum til að fylla skarð hans.? „Það væri óeðlilegt að ætlast til að Ísak skori tvö mörk í hverjum einasta leik. Hann vann hinsvegar alveg mjög óeigingjarna vinnu sem opnaði fyrir liðsfélaga sína. Hann er náttúrlega feykilega öflugur liðsmaður og ég er ánægður með hann og allt liðið.“ Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. 11. maí 2022 22:23 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira
Óskar var spurður að því hvort þessi leikur hafi verið óþarflega spennandi frá hans bæjardyrum séð en lungan úr leiknum réðu Blikar lögum og lofum. „Mér fannst leikurinn já óþarflega spennandi. Hann var tvískiptur þessi leikur og ég átta mig ekki alveg á því hvar skiptin eru en fyrstu 70-75 mínúturnar höfðum við fullkomna stjórn á leiknum. Við hleypum þeim inn í leikinn og þeir jafna. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá leiknum en fyrst að svo var ekki endum við í 12-15 mínútum þar sem menn þurftu að grafa djúpt. Þetta var þjáning og einhver vinnusemi og svo kemur þetta frábæra mark frá Viktori en síðustu 15 mínúturnar voru bara þjáning. Það var sterkt mannleg eðli í að grafa djúpt og ná í þennan sigur.“ Óskar var þá spurður að því hvort það væri ekki þeim mun ánægjulegra að sjá leikmenn hans geta grafið svona djúpt til að ná í sigurinn. „Það kemur mér ekki endilega á óvart að þeir hafi náð að grafa svona djúpt. Þeir hafa oft gert það á þeim tíma sem ég hef verið með þeim. Það er hægt að skipta þessari frammistöðu á tvo vegu. Fyrstu 70 mínúturnar var þetta virkilega góð fótboltaleg frammistaða þar sem við héldum boltanum vel en vorum ekki nógu skarpir í færunum. Svo komu síðustu 15-20 mínúturnar þar sem við þurftum að grafa. Þetta var mannlegur styrkleiki. Úr hverju ertu gerður? Stjörnuliðið er orkumikið lið og þeir látat þig ekki í friði og halda áfram þangað til flautan gellur þannig að þú getur aldrei hætt og aldrei hvílt þig á móti þeim. Menn þjáðust þessar mínútur og sóttu djúpt kraft til að klára leikinn og ég er bara mjög ánægður með það og finnst það frábært að úrslitin fylgi með svona frammistöðu.“ Það var mikill hiti í leiknum og að mati Óskars var línan hjá dómurunum skrýtin þó hún hafi ekki haft áhrif. Hann var spurður út í dómarana og einnig fyrsta mark Stjörnumanna sem var umdeilt. „Ég sá ekki fyrsta markið nógu vel en miðað við hvernig hinir geðprúðustu menn létu eftir það þá hlýtur eitthvað að hafa verið bogið við það. Ég veit það samt ekki, ég sá það ekki. Línan var skrýtin í leiknum en það hafði ekki úrslitaáhrif. Við hleyptum þeim inn í leikinn með þessu marki og þetta er bara eins og það er. Við getum verið hérna til miðnættis og farið yfir alla dómana en við getum líka farið yfir öll mistökin sem við gerðum í leiknum.“ Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið mikið á milli tannanna á fólki enda búinn að vera frábær í sumar. Hann komst ekki á blað og var í strangri gæslu Stjörnumanna. Var ekki þá ánægjulegt að aðrir stigu upp í sóknarleiknum til að fylla skarð hans.? „Það væri óeðlilegt að ætlast til að Ísak skori tvö mörk í hverjum einasta leik. Hann vann hinsvegar alveg mjög óeigingjarna vinnu sem opnaði fyrir liðsfélaga sína. Hann er náttúrlega feykilega öflugur liðsmaður og ég er ánægður með hann og allt liðið.“
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. 11. maí 2022 22:23 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. 11. maí 2022 22:23