Óskar Hrafn: Síðustu 15 mínúturnar voru þjáning Árni Jóhannsson skrifar 11. maí 2022 21:45 Óskar Hrafn var ánægður með mannlega styrkinn í sínum mönnum Hulda Margrét Breiðablik vann Stjörnuna fyrr í kvöld í frábærum fótboltaleik 3-2 í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Þjálfari Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson var mjög ánægður með úrslitin og að þau hafi fylgt frammistöðunni sem hans menn sýndu í kvöld. Mannlegur styrkur og þjáning komu mikið við sögu í svörum hans um leikinn. Óskar var spurður að því hvort þessi leikur hafi verið óþarflega spennandi frá hans bæjardyrum séð en lungan úr leiknum réðu Blikar lögum og lofum. „Mér fannst leikurinn já óþarflega spennandi. Hann var tvískiptur þessi leikur og ég átta mig ekki alveg á því hvar skiptin eru en fyrstu 70-75 mínúturnar höfðum við fullkomna stjórn á leiknum. Við hleypum þeim inn í leikinn og þeir jafna. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá leiknum en fyrst að svo var ekki endum við í 12-15 mínútum þar sem menn þurftu að grafa djúpt. Þetta var þjáning og einhver vinnusemi og svo kemur þetta frábæra mark frá Viktori en síðustu 15 mínúturnar voru bara þjáning. Það var sterkt mannleg eðli í að grafa djúpt og ná í þennan sigur.“ Óskar var þá spurður að því hvort það væri ekki þeim mun ánægjulegra að sjá leikmenn hans geta grafið svona djúpt til að ná í sigurinn. „Það kemur mér ekki endilega á óvart að þeir hafi náð að grafa svona djúpt. Þeir hafa oft gert það á þeim tíma sem ég hef verið með þeim. Það er hægt að skipta þessari frammistöðu á tvo vegu. Fyrstu 70 mínúturnar var þetta virkilega góð fótboltaleg frammistaða þar sem við héldum boltanum vel en vorum ekki nógu skarpir í færunum. Svo komu síðustu 15-20 mínúturnar þar sem við þurftum að grafa. Þetta var mannlegur styrkleiki. Úr hverju ertu gerður? Stjörnuliðið er orkumikið lið og þeir látat þig ekki í friði og halda áfram þangað til flautan gellur þannig að þú getur aldrei hætt og aldrei hvílt þig á móti þeim. Menn þjáðust þessar mínútur og sóttu djúpt kraft til að klára leikinn og ég er bara mjög ánægður með það og finnst það frábært að úrslitin fylgi með svona frammistöðu.“ Það var mikill hiti í leiknum og að mati Óskars var línan hjá dómurunum skrýtin þó hún hafi ekki haft áhrif. Hann var spurður út í dómarana og einnig fyrsta mark Stjörnumanna sem var umdeilt. „Ég sá ekki fyrsta markið nógu vel en miðað við hvernig hinir geðprúðustu menn létu eftir það þá hlýtur eitthvað að hafa verið bogið við það. Ég veit það samt ekki, ég sá það ekki. Línan var skrýtin í leiknum en það hafði ekki úrslitaáhrif. Við hleyptum þeim inn í leikinn með þessu marki og þetta er bara eins og það er. Við getum verið hérna til miðnættis og farið yfir alla dómana en við getum líka farið yfir öll mistökin sem við gerðum í leiknum.“ Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið mikið á milli tannanna á fólki enda búinn að vera frábær í sumar. Hann komst ekki á blað og var í strangri gæslu Stjörnumanna. Var ekki þá ánægjulegt að aðrir stigu upp í sóknarleiknum til að fylla skarð hans.? „Það væri óeðlilegt að ætlast til að Ísak skori tvö mörk í hverjum einasta leik. Hann vann hinsvegar alveg mjög óeigingjarna vinnu sem opnaði fyrir liðsfélaga sína. Hann er náttúrlega feykilega öflugur liðsmaður og ég er ánægður með hann og allt liðið.“ Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. 11. maí 2022 22:23 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Óskar var spurður að því hvort þessi leikur hafi verið óþarflega spennandi frá hans bæjardyrum séð en lungan úr leiknum réðu Blikar lögum og lofum. „Mér fannst leikurinn já óþarflega spennandi. Hann var tvískiptur þessi leikur og ég átta mig ekki alveg á því hvar skiptin eru en fyrstu 70-75 mínúturnar höfðum við fullkomna stjórn á leiknum. Við hleypum þeim inn í leikinn og þeir jafna. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá leiknum en fyrst að svo var ekki endum við í 12-15 mínútum þar sem menn þurftu að grafa djúpt. Þetta var þjáning og einhver vinnusemi og svo kemur þetta frábæra mark frá Viktori en síðustu 15 mínúturnar voru bara þjáning. Það var sterkt mannleg eðli í að grafa djúpt og ná í þennan sigur.“ Óskar var þá spurður að því hvort það væri ekki þeim mun ánægjulegra að sjá leikmenn hans geta grafið svona djúpt til að ná í sigurinn. „Það kemur mér ekki endilega á óvart að þeir hafi náð að grafa svona djúpt. Þeir hafa oft gert það á þeim tíma sem ég hef verið með þeim. Það er hægt að skipta þessari frammistöðu á tvo vegu. Fyrstu 70 mínúturnar var þetta virkilega góð fótboltaleg frammistaða þar sem við héldum boltanum vel en vorum ekki nógu skarpir í færunum. Svo komu síðustu 15-20 mínúturnar þar sem við þurftum að grafa. Þetta var mannlegur styrkleiki. Úr hverju ertu gerður? Stjörnuliðið er orkumikið lið og þeir látat þig ekki í friði og halda áfram þangað til flautan gellur þannig að þú getur aldrei hætt og aldrei hvílt þig á móti þeim. Menn þjáðust þessar mínútur og sóttu djúpt kraft til að klára leikinn og ég er bara mjög ánægður með það og finnst það frábært að úrslitin fylgi með svona frammistöðu.“ Það var mikill hiti í leiknum og að mati Óskars var línan hjá dómurunum skrýtin þó hún hafi ekki haft áhrif. Hann var spurður út í dómarana og einnig fyrsta mark Stjörnumanna sem var umdeilt. „Ég sá ekki fyrsta markið nógu vel en miðað við hvernig hinir geðprúðustu menn létu eftir það þá hlýtur eitthvað að hafa verið bogið við það. Ég veit það samt ekki, ég sá það ekki. Línan var skrýtin í leiknum en það hafði ekki úrslitaáhrif. Við hleyptum þeim inn í leikinn með þessu marki og þetta er bara eins og það er. Við getum verið hérna til miðnættis og farið yfir alla dómana en við getum líka farið yfir öll mistökin sem við gerðum í leiknum.“ Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið mikið á milli tannanna á fólki enda búinn að vera frábær í sumar. Hann komst ekki á blað og var í strangri gæslu Stjörnumanna. Var ekki þá ánægjulegt að aðrir stigu upp í sóknarleiknum til að fylla skarð hans.? „Það væri óeðlilegt að ætlast til að Ísak skori tvö mörk í hverjum einasta leik. Hann vann hinsvegar alveg mjög óeigingjarna vinnu sem opnaði fyrir liðsfélaga sína. Hann er náttúrlega feykilega öflugur liðsmaður og ég er ánægður með hann og allt liðið.“
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. 11. maí 2022 22:23 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. 11. maí 2022 22:23