Sáum réttum fræjum á næsta kjörtímabili Sigurður Torfi Sigurðsson og Guðbjörg Grímsdóttir skrifa 13. maí 2022 16:01 Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Árborg Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar