Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 21.744. Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sex fulltrúa meirihluta.
Samfylkingin, með tvo fulltrúa, Viðreisn, Bæjarlistinn, og Miðflokkurinn með einn fulltrúa hver hafa myndað minnihluta frá 2018. Bæjarlistin og Miðflokkurinn misstu fulltrúa sína en Viðreisn heldur einum fulltrúa.
Að neðan má sjá úrslit næturinnar:
- B-listinn Framsókn: 13,7% með tvo fulltrúa
- C-listi Viðreisn: 9,1% með einn fulltrúa
- D-listi: Sjálfstæðisflokkur: 30,7% með fjóra fulltrúa
- L-listi Bæjarlistinn: 4,3% með engan fulltrúa
- M-listi Miðflokkurinn og óháðir: 2,8% með engan fulltrúa
- P-listi Píratar: 6,1% með engan fulltrúa
- S-listi Samfylkingin: 29,0% með fjóra fulltrúa
- V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs: 4,3% með engan fulltrúa
Grafíska framsetningu má sjá að neðan.
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn Hafnarfjarðar:
- Valdimar Víðisson (B)
- Margrét Vala Marteinsdóttir (B)
- Jón Ingi Hákonarson (C)
- Rósa Guðbjartsdóttir (D)
- Orri Björnsson (D)
- Kristinn Andersen (D)
- Kristín Thoroddsen (D)
- Guðmundur Árni Stefánsson (S)
- Sigrún Sverrisdóttir (S)
- Árni Rúnar Þorvaldsson (S)
- Hildur Rós Guðbjargardóttir (S)
