Opnum „kóða“ ljósastýringa í Reykjavík Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 13. maí 2022 16:30 Af hverju liggur ekki fyrir opinberlega hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á götum borgarinnar? Hverjar eru reglurnar sem stýra umferðarljósunum? Getum við gert betur!!! Vandræðagangur með ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með þeim hætti að varla nokkur maður áttar sig orðið á því hvar hnífurinn stendur í kúnni. Snjallvæðing umferðarljósa er talin geta bætt umferðarflæði um 15% og dregið úr tafatíma á rauðum ljósum um amk. 40%. Fyrir marga ættu umhverfisáhrifin og minni losun gróðurhúsalofttegunda að duga sem réttlæting fyrir því að ganga strax til verksins. Fyrir aðra ætti aukinn tími með fjölskyldunni að réttlæta algeran forgang þess að koma ljósastýringum höfuðborgarsvæðisins í lag. Það var raunar svo að í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þegar Alþingi veitti heimild til að stofna Betri samgöngur ohf. í júní 2020 samkvæmt samgöngusáttmálanum, var sérstaklega tekið á málum er varða ljósastrýringar. Í álitinu segir: „Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa.“ Áfram er áréttað að Betri samgöngur ohf.„setji slíkar framkvæmdir í forgang, því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði.“ En svo bara gerist ekki neitt. Mögulega vill Bragga-meirihlutinn ekki bæta umferðarflæði innan borgarinnar, enda verður þá erfiðara að réttlæta Borgarlínubrjálæðið og þörfin á sérrými minnkar. Eftir situr fólk fast í umferð, tafatíminn vex og mun vaxa enn frekar nái draumur borgarstjóra um Borgarlínu fram að ganga. Með gegnsæi í huga og þess að sækja í visku fjöldans, þá lýsi ég því hér með yfir, að mín fyrsta tillaga verði ég kosinn til setu í borgarstjórn verður þess efnis að „kóðinn“ fyrir ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu verði opnaður og gerður aðgengilegur, þannig að allir geti skoðað hvernig ljósastýringarnar virka og um leið séð hvort mögulega sé ekki verið að nýta núverandi afkastagetu gatnakerfisins með besta hætti. Margir hafa pirrað sig á rauðum ljósum þar sem enginn er sjáanlegur, hvorki bíll, né til dæmis einstaklingur að fara yfir götuna við eldrautt gönguljós á Miklubrautinni. Opnum þessar upplýsingar og gerum þær öllum aðgengilegar. Af hverju ætti að vera feluleikur um það hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið á að vera að minnka tafatíma allra !!! Höfundur er umferðarsérfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Umferð Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Sjá meira
Af hverju liggur ekki fyrir opinberlega hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á götum borgarinnar? Hverjar eru reglurnar sem stýra umferðarljósunum? Getum við gert betur!!! Vandræðagangur með ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með þeim hætti að varla nokkur maður áttar sig orðið á því hvar hnífurinn stendur í kúnni. Snjallvæðing umferðarljósa er talin geta bætt umferðarflæði um 15% og dregið úr tafatíma á rauðum ljósum um amk. 40%. Fyrir marga ættu umhverfisáhrifin og minni losun gróðurhúsalofttegunda að duga sem réttlæting fyrir því að ganga strax til verksins. Fyrir aðra ætti aukinn tími með fjölskyldunni að réttlæta algeran forgang þess að koma ljósastýringum höfuðborgarsvæðisins í lag. Það var raunar svo að í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þegar Alþingi veitti heimild til að stofna Betri samgöngur ohf. í júní 2020 samkvæmt samgöngusáttmálanum, var sérstaklega tekið á málum er varða ljósastrýringar. Í álitinu segir: „Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa.“ Áfram er áréttað að Betri samgöngur ohf.„setji slíkar framkvæmdir í forgang, því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði.“ En svo bara gerist ekki neitt. Mögulega vill Bragga-meirihlutinn ekki bæta umferðarflæði innan borgarinnar, enda verður þá erfiðara að réttlæta Borgarlínubrjálæðið og þörfin á sérrými minnkar. Eftir situr fólk fast í umferð, tafatíminn vex og mun vaxa enn frekar nái draumur borgarstjóra um Borgarlínu fram að ganga. Með gegnsæi í huga og þess að sækja í visku fjöldans, þá lýsi ég því hér með yfir, að mín fyrsta tillaga verði ég kosinn til setu í borgarstjórn verður þess efnis að „kóðinn“ fyrir ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu verði opnaður og gerður aðgengilegur, þannig að allir geti skoðað hvernig ljósastýringarnar virka og um leið séð hvort mögulega sé ekki verið að nýta núverandi afkastagetu gatnakerfisins með besta hætti. Margir hafa pirrað sig á rauðum ljósum þar sem enginn er sjáanlegur, hvorki bíll, né til dæmis einstaklingur að fara yfir götuna við eldrautt gönguljós á Miklubrautinni. Opnum þessar upplýsingar og gerum þær öllum aðgengilegar. Af hverju ætti að vera feluleikur um það hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið á að vera að minnka tafatíma allra !!! Höfundur er umferðarsérfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Reykjavík.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun