Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 16:41 Framsóknarflokkurinn náði góðum árangri í Alþingiskosningunum síðastliðið haust. Allt bendir til góðs árangurs í borginni í ár þar sem sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson er í oddvitasæti. Vísir/Vilhelm Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. Samfylkingin heldur velli sem stærsti flokkurinn í borginni í nýju könnuninni sem byggir á 660 svörum til Maskínu frá því í gær og í dag. Fylgi upp á 22,8 prósent myndi skila sex borgarfulltrúum samanborið við þá sjö sem flokkurinn hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,5 prósent fylgi og er næststærsti flokkurinn. Slíkt fylgi myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúm en flokkurinn hefur í dag átta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem næði inn fimm mönnum samkvæmt nýju könnuninni.Vísir/vilhelm Framsókn skýst upp fyrir Pírata með 14,6 prósenta fylgi. Framsókn fékk 3,2 prósent fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en fengi fjóra nú. Píratar mælast með 14,5 prósenta fylgi og myndu fjölga borgarfulltrúum úr tveimur í fjóra. Að neðan má sjá niðurstöður síðustu kannana Maskínu og úrslitin í kosningunum fyrir fjórum árum. Flokkur fólksins eykur stöðugt við fylgi sitt og er kominn í 6,5 prósent. Það dugar þó ekki til að fjölga borgarfulltrúum og aðeins oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir næði inn. Sósíalistaflokkkurinn er á svipuðum slóðum með 6,3 prósent fylgi sem myndi skila inn oddvitanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Sanna Magdalena náði kjöri fyrir fjórum árum fyrir Sósíalistaflokkinn og heldur örugglega velli samkvæmt nýju könnuninni. Fylgi flokksins nú er á pari við kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Viðreisn berst fyrir því að ná tveimur borgarfulltrúum inn en útlitið er ekki gott samkvæmt nýju könnuninni. Flokkurinn mælist með 5,4 prósenta fylgi, sem skilar einum borgarfulltrúa, en fékk 8,2 prósent fyrir fjórum árum. Þá fékk flokkurinn tvo fulltrúa. Nú ríkir mikil óvissa hvort Pawel Bartoszek, sem situr í öðru sæti listans, nái inn. Pawel Bartoszek nær ekki inn í borgarstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Egill Vinstri græn eru í svipuðu basli. Flokkurinn mælist með 4,2 prósenta fylgi sem skilar aðeins oddvitanum Líf Magneudóttur í borgarstjórn, og það aðeins rétt svo. Stefán Pálsson, sem situr í öðru sæti, næði ekki inn og þarf eitthvað mikið að gerast á kjördag til að flokkurinn nái inn tveimur mönnum, miðað við könnun Maskínu. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er í öðru sæti hjá Vinstri grænum í borginni. Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent fylgi sem dugar ekki til að ná inn borgarfulltrúa. Þá segjast 1,2 prósent ætla að kjósa Ábyrga framtíð og 0,6 prósent styðja E-lista Bestu borgarinnar. Núverandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fengi tólf fulltrúa eða minnsta mögulega meirihluta. Óhætt er að segja að hann standi tæpt og í nýjum Þjóðarpúls Gallup er hann raunar fallinn. Þjóðarpúlsinn var gerður dagana 9. til 13. maí og samkvæmt honum fengi núverandi meirihluti ellefu fulltrúa. Nokkur samhljómur er með könnun Maskínu og Þjóðarpúlsinum. Þó munar því að Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo fulltrúa en ekki þrjá á sama tíma og Píratar bæta við sig einum en ekki tveimur fulltrúum. Óhætt er að segja að núverandi meirihluti standi tæpt.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá niðurstöður úr helstu könnunum undanfarinna vikna í borginni. Skoðanakannanir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Samfylkingin heldur velli sem stærsti flokkurinn í borginni í nýju könnuninni sem byggir á 660 svörum til Maskínu frá því í gær og í dag. Fylgi upp á 22,8 prósent myndi skila sex borgarfulltrúum samanborið við þá sjö sem flokkurinn hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,5 prósent fylgi og er næststærsti flokkurinn. Slíkt fylgi myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúm en flokkurinn hefur í dag átta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem næði inn fimm mönnum samkvæmt nýju könnuninni.Vísir/vilhelm Framsókn skýst upp fyrir Pírata með 14,6 prósenta fylgi. Framsókn fékk 3,2 prósent fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en fengi fjóra nú. Píratar mælast með 14,5 prósenta fylgi og myndu fjölga borgarfulltrúum úr tveimur í fjóra. Að neðan má sjá niðurstöður síðustu kannana Maskínu og úrslitin í kosningunum fyrir fjórum árum. Flokkur fólksins eykur stöðugt við fylgi sitt og er kominn í 6,5 prósent. Það dugar þó ekki til að fjölga borgarfulltrúum og aðeins oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir næði inn. Sósíalistaflokkkurinn er á svipuðum slóðum með 6,3 prósent fylgi sem myndi skila inn oddvitanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Sanna Magdalena náði kjöri fyrir fjórum árum fyrir Sósíalistaflokkinn og heldur örugglega velli samkvæmt nýju könnuninni. Fylgi flokksins nú er á pari við kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Viðreisn berst fyrir því að ná tveimur borgarfulltrúum inn en útlitið er ekki gott samkvæmt nýju könnuninni. Flokkurinn mælist með 5,4 prósenta fylgi, sem skilar einum borgarfulltrúa, en fékk 8,2 prósent fyrir fjórum árum. Þá fékk flokkurinn tvo fulltrúa. Nú ríkir mikil óvissa hvort Pawel Bartoszek, sem situr í öðru sæti listans, nái inn. Pawel Bartoszek nær ekki inn í borgarstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Egill Vinstri græn eru í svipuðu basli. Flokkurinn mælist með 4,2 prósenta fylgi sem skilar aðeins oddvitanum Líf Magneudóttur í borgarstjórn, og það aðeins rétt svo. Stefán Pálsson, sem situr í öðru sæti, næði ekki inn og þarf eitthvað mikið að gerast á kjördag til að flokkurinn nái inn tveimur mönnum, miðað við könnun Maskínu. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er í öðru sæti hjá Vinstri grænum í borginni. Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent fylgi sem dugar ekki til að ná inn borgarfulltrúa. Þá segjast 1,2 prósent ætla að kjósa Ábyrga framtíð og 0,6 prósent styðja E-lista Bestu borgarinnar. Núverandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fengi tólf fulltrúa eða minnsta mögulega meirihluta. Óhætt er að segja að hann standi tæpt og í nýjum Þjóðarpúls Gallup er hann raunar fallinn. Þjóðarpúlsinn var gerður dagana 9. til 13. maí og samkvæmt honum fengi núverandi meirihluti ellefu fulltrúa. Nokkur samhljómur er með könnun Maskínu og Þjóðarpúlsinum. Þó munar því að Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo fulltrúa en ekki þrjá á sama tíma og Píratar bæta við sig einum en ekki tveimur fulltrúum. Óhætt er að segja að núverandi meirihluti standi tæpt.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá niðurstöður úr helstu könnunum undanfarinna vikna í borginni.
Skoðanakannanir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira