Ögurstund Reykjavíkurflugvallar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 13. maí 2022 22:00 Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring. Markmiðið var að útskýra að það væri greinilega búið að ákveða að þrengja að flugvellinum til að geta síðar sagt að það væri ekki lengur pláss fyrir hann. Stjórnkerfinu í Reykjavík hafði hlaupið svo kapp í kinn að búið var að skipuleggja byggingarsvæði á ríkislandi og innan flugvallargirðingar. Síðar fjallaði ég um þetta í Kastljóssþætti. Síðan þá hafa borgaryfirvöld unnið leynt og ljóst að þessu markmiði. Það er sama hvað kemur í ljós í millitíðinni, tannhjól kerfisins halda áfram að snúast. Svipað eins og varðandi áform um byggingu „nýs Landspítala” við Hringbraut. Það var sama hvað kom í ljós. Í því tilviki var svarið alltaf á þá leið að það væri búið að verja svo miklum tíma og peningum í að undirbúa mistökin að það yrði að klára þau. Ráðist var í endalausar úttektir á Reykjavíkurflugvelli og leit að öðrum flugvallarstæðum en á meðan var haldið áfram að grafa undan flugvellinum (bókstaflega). 2013 vildi borgin ráðast í enn eina athugunina á því hvort ekki mætti losna við flugvöllinn og leggjast yfir kortin enn á ný í leit að nýjum stað. Hið kvika Hvassahraun var nefnt í þessu samhengi. Ég taldi úttektina óþarfa enda búið að margskoða málið. En þetta átti að vera flugvallarrannsóknin til að enda allar flugvallarrannsóknir. Ég átti ekki aðkomu að málinu en þó var ég ítrekað beðinn um að undirrita það sem forsætisráðherra. Rökin voru þau að þá yrði flugvöllurinn varinn fyrir ágangi í áratug. Með þeim rökum féllst ég á að skoða samkomulagið. Eftir lesturinn varð ég forviða. Þar var gert ráð fyrir því að ein af þremur brautum flugvallarins, neyðarbrautin svo kallaða, myndi víkja svo enn yrði hægt að þrengja að vellinum. Auk þess átti aðstaða fyrir kennslu og einkaflug (litlar flugvélar) að víkja. Ég var ekki bara forviða heldur líka reiður og sagði að ekki kæmi til greina að undirrita samkomulagið. Fyrir vikið var lagt fram nýtt samkomulag þar sem fallist var á að þessi atriði yrðu tekin út og aðeins fjallað um að flugvöllurinn fengi að vera í friði á meðan aðrir staðir yrðu skoðaðir gegn því að ég undirritaði samkomulagið. Teljandi þetta allt hinn mesta óþarfa féllst ég þó á þessa niðurstöðu til að losna við áformin um að leggja af neyðarbrautina og þrengja að annarri starfsemi og verja flugvöllinn á meðan málið yrði skoðað eina ferðina enn. Samkomulagið var undirritað á blaðamannafundi í Hörpu þar sem ég var stuttur í spuna enda illa við að þurfa að samþykkja enn eina flugvallarskoðunina en þó feginn að með því yrði ásælni borgarstjórnarinnar stöðvuð í áratug. Seinna komst ég að því að eftir þessa opinberu undirritun hefðu innanríkisráðherrann og borgarstjórinn farið í bakherbergi og undirritað viðbótarsamkomulag með leynd. Þar höfðu atriðin sem ég lét taka út úr samkomulaginu verið sett inn í sérstakan leynisamning. Svona vinnur kerfið að því markmiði að losna við flugvöllinn með öllum tiltækum ráðum. Nokkrum árum seinna (áður en friðhelginni var lokið) fékk borgarstjórinn samgönguráðherra til að undirrita enn eitt flugvallarsamkomulagið. Í það skiptið voru engin leynisamkomulög í bakherbergjum. Bara afdráttarlaus vilji til að losna við flugvöllinn eins og borgarstjórinn lýsti eftir undirritunina og ítrekaði í kappræðum oddvita nú, kvöldið fyrir kjördag. Þetta samþykkti ríkisstjórnin ásamt samgöngusáttmála þar sem ríkisstjórnin tók að sér að henda 50 milljörðum í að hefja framkvæmdir við Borgarlínu. Og hver er ein helsta forsenda Borgarlínunnar? Jú, brotthvarf Reykjavíkurflugvallar. Ef það á að verja Reykjavíkurflugvöll verður það ekki gert öðruvísi en að „henda skrúflykli inn í gangverk kerfisins”. Aðeins einn flokkur, Miðflokkurinn, er tilbúinn til þess. Frambjóðandi Framsóknarflokksins (sem áður bauð fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir) tók undir að flugvöllurinn færi. Þar með varð ljóst að kerfislæg aðför að Reykjavíkurflugvelli með fjármagni frá ríkisstjórninni héldi áfram með væntanlegum meirihluta Samfylkingar, Nýju Framsóknar og Vg (ásamt öðrum ef á þarf að halda). Borgarstjórnarkosningarnar nú munu því að öllum líkindum ráða úrslitum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Aðeins einn flokkur er tilbúinn til að grípa inn í til að verja samgöngumiðstöð Íslands alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Húsnæðismál Borgarstjórn Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring. Markmiðið var að útskýra að það væri greinilega búið að ákveða að þrengja að flugvellinum til að geta síðar sagt að það væri ekki lengur pláss fyrir hann. Stjórnkerfinu í Reykjavík hafði hlaupið svo kapp í kinn að búið var að skipuleggja byggingarsvæði á ríkislandi og innan flugvallargirðingar. Síðar fjallaði ég um þetta í Kastljóssþætti. Síðan þá hafa borgaryfirvöld unnið leynt og ljóst að þessu markmiði. Það er sama hvað kemur í ljós í millitíðinni, tannhjól kerfisins halda áfram að snúast. Svipað eins og varðandi áform um byggingu „nýs Landspítala” við Hringbraut. Það var sama hvað kom í ljós. Í því tilviki var svarið alltaf á þá leið að það væri búið að verja svo miklum tíma og peningum í að undirbúa mistökin að það yrði að klára þau. Ráðist var í endalausar úttektir á Reykjavíkurflugvelli og leit að öðrum flugvallarstæðum en á meðan var haldið áfram að grafa undan flugvellinum (bókstaflega). 2013 vildi borgin ráðast í enn eina athugunina á því hvort ekki mætti losna við flugvöllinn og leggjast yfir kortin enn á ný í leit að nýjum stað. Hið kvika Hvassahraun var nefnt í þessu samhengi. Ég taldi úttektina óþarfa enda búið að margskoða málið. En þetta átti að vera flugvallarrannsóknin til að enda allar flugvallarrannsóknir. Ég átti ekki aðkomu að málinu en þó var ég ítrekað beðinn um að undirrita það sem forsætisráðherra. Rökin voru þau að þá yrði flugvöllurinn varinn fyrir ágangi í áratug. Með þeim rökum féllst ég á að skoða samkomulagið. Eftir lesturinn varð ég forviða. Þar var gert ráð fyrir því að ein af þremur brautum flugvallarins, neyðarbrautin svo kallaða, myndi víkja svo enn yrði hægt að þrengja að vellinum. Auk þess átti aðstaða fyrir kennslu og einkaflug (litlar flugvélar) að víkja. Ég var ekki bara forviða heldur líka reiður og sagði að ekki kæmi til greina að undirrita samkomulagið. Fyrir vikið var lagt fram nýtt samkomulag þar sem fallist var á að þessi atriði yrðu tekin út og aðeins fjallað um að flugvöllurinn fengi að vera í friði á meðan aðrir staðir yrðu skoðaðir gegn því að ég undirritaði samkomulagið. Teljandi þetta allt hinn mesta óþarfa féllst ég þó á þessa niðurstöðu til að losna við áformin um að leggja af neyðarbrautina og þrengja að annarri starfsemi og verja flugvöllinn á meðan málið yrði skoðað eina ferðina enn. Samkomulagið var undirritað á blaðamannafundi í Hörpu þar sem ég var stuttur í spuna enda illa við að þurfa að samþykkja enn eina flugvallarskoðunina en þó feginn að með því yrði ásælni borgarstjórnarinnar stöðvuð í áratug. Seinna komst ég að því að eftir þessa opinberu undirritun hefðu innanríkisráðherrann og borgarstjórinn farið í bakherbergi og undirritað viðbótarsamkomulag með leynd. Þar höfðu atriðin sem ég lét taka út úr samkomulaginu verið sett inn í sérstakan leynisamning. Svona vinnur kerfið að því markmiði að losna við flugvöllinn með öllum tiltækum ráðum. Nokkrum árum seinna (áður en friðhelginni var lokið) fékk borgarstjórinn samgönguráðherra til að undirrita enn eitt flugvallarsamkomulagið. Í það skiptið voru engin leynisamkomulög í bakherbergjum. Bara afdráttarlaus vilji til að losna við flugvöllinn eins og borgarstjórinn lýsti eftir undirritunina og ítrekaði í kappræðum oddvita nú, kvöldið fyrir kjördag. Þetta samþykkti ríkisstjórnin ásamt samgöngusáttmála þar sem ríkisstjórnin tók að sér að henda 50 milljörðum í að hefja framkvæmdir við Borgarlínu. Og hver er ein helsta forsenda Borgarlínunnar? Jú, brotthvarf Reykjavíkurflugvallar. Ef það á að verja Reykjavíkurflugvöll verður það ekki gert öðruvísi en að „henda skrúflykli inn í gangverk kerfisins”. Aðeins einn flokkur, Miðflokkurinn, er tilbúinn til þess. Frambjóðandi Framsóknarflokksins (sem áður bauð fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir) tók undir að flugvöllurinn færi. Þar með varð ljóst að kerfislæg aðför að Reykjavíkurflugvelli með fjármagni frá ríkisstjórninni héldi áfram með væntanlegum meirihluta Samfylkingar, Nýju Framsóknar og Vg (ásamt öðrum ef á þarf að halda). Borgarstjórnarkosningarnar nú munu því að öllum líkindum ráða úrslitum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Aðeins einn flokkur er tilbúinn til að grípa inn í til að verja samgöngumiðstöð Íslands alls.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar