Raunveruleg grasrót Helga Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 22:31 Sjö vikum fyrir kjördag ákváðu grasrótarsamtökin Vinir Kópavogs að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninganna. Eftir þessar vikur er ég óendanlega stolt af að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu. Einstaklingarnir sem gáfu kost á sér á lista Vina Kópavogs gerðu það án hiks, og listinn varð til á svipstundu. Á honum er ótrúlega fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra einstaklinga með reynslu og þekkingu á öllum sviðum sveitarstjórnarmála, eldhugar með ólíkan bakgrunn. Það sameinar hópinn að við brennum fyrir framtíð Kópavogsbæjar og teljum tímabært að nýjar áherslur fái notið sín. Það er ekki lítil bjartsýni hjá nýstofnaðri hreyfingu, sem hvorki á fjármuni né feril og hefur enga flokksmaskínu á bak við sig að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninga. Það er heilmikið verkefni að setja saman málefnaskrá og áherslur, hvað þá að koma stefnumálum á framfæri. Ef engum fjármunum er til að dreifa öðrum en framlögum félaga og velunnara þarf að hugsa upp á nýtt. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar fá bæði framlög frá sveitarfélagi og ríki, og byggja á áralangri reynslu. Þeir fylla auglýsingatíma ljósvakamiðlanna og heilsíður blaðanna til að koma málum og fólki á framfæri. Vinir Kópavogs og vinir þeirra hafa gert allt kynningarefni sjálfir. Það er hannað og prentað af vinum og kunningjum, og frambjóðendur og fjölskyldur bera efnið í öll hús bæjarins. Við prentuðum stóra borða sem á voru háttvís mótmæli við stefnu bæjaryfirvalda. Stuðningsmenn okkar greiddu fyrir borðana og settu þá upp við heimili sín. Þetta fóru fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Valdhrokinn var slíkur að þeir tóku sér lögregluvald, fóru inn á einkalóðir og fjarlægðu borðana—án lagaheimildar. En við létum það ekki stöðva okkur. Við hringdum í fólk, við keyrðum um í pallbíl með gjallarhorn til að vekja á okkur athygli, gerðum myndbönd og birtum á síðum Vina Kópavogs og áfram má telja. Allt er þetta gert í frítíma fólks sem hefur lagt á sig ótrúlega vinnu með einstakri gleði. Við höldum nefnilega að þeir sem fá tækifæri til að kynnast okkur vilji kjósa okkur. Við viljum íbúalýðræði, þar sem bæði fólki og viðfangsefnum er sýnd virðing, við viljum að skipulag snúist um fólk og mannlíf en ekki steinsteypu, og við viljum axla ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum til að undirbúa farsæla framtíð. Við viljum ekki að græðgi einnar kynslóðar tefli framtíð þeirrar næstu í tvísýnu. Það er engin furða að ég sé þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ævintýri og kynnast afburða fólki. Ég veit að atkvæði greidd Vinum Kópavogs verða til þess að fólk sem er reynt, hæfileikaríkt og brennandi í andanum kemst til áhrifa. Helga Jónsdóttir skipar 1. sæti á lista Vina Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjö vikum fyrir kjördag ákváðu grasrótarsamtökin Vinir Kópavogs að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninganna. Eftir þessar vikur er ég óendanlega stolt af að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu. Einstaklingarnir sem gáfu kost á sér á lista Vina Kópavogs gerðu það án hiks, og listinn varð til á svipstundu. Á honum er ótrúlega fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra einstaklinga með reynslu og þekkingu á öllum sviðum sveitarstjórnarmála, eldhugar með ólíkan bakgrunn. Það sameinar hópinn að við brennum fyrir framtíð Kópavogsbæjar og teljum tímabært að nýjar áherslur fái notið sín. Það er ekki lítil bjartsýni hjá nýstofnaðri hreyfingu, sem hvorki á fjármuni né feril og hefur enga flokksmaskínu á bak við sig að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninga. Það er heilmikið verkefni að setja saman málefnaskrá og áherslur, hvað þá að koma stefnumálum á framfæri. Ef engum fjármunum er til að dreifa öðrum en framlögum félaga og velunnara þarf að hugsa upp á nýtt. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar fá bæði framlög frá sveitarfélagi og ríki, og byggja á áralangri reynslu. Þeir fylla auglýsingatíma ljósvakamiðlanna og heilsíður blaðanna til að koma málum og fólki á framfæri. Vinir Kópavogs og vinir þeirra hafa gert allt kynningarefni sjálfir. Það er hannað og prentað af vinum og kunningjum, og frambjóðendur og fjölskyldur bera efnið í öll hús bæjarins. Við prentuðum stóra borða sem á voru háttvís mótmæli við stefnu bæjaryfirvalda. Stuðningsmenn okkar greiddu fyrir borðana og settu þá upp við heimili sín. Þetta fóru fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Valdhrokinn var slíkur að þeir tóku sér lögregluvald, fóru inn á einkalóðir og fjarlægðu borðana—án lagaheimildar. En við létum það ekki stöðva okkur. Við hringdum í fólk, við keyrðum um í pallbíl með gjallarhorn til að vekja á okkur athygli, gerðum myndbönd og birtum á síðum Vina Kópavogs og áfram má telja. Allt er þetta gert í frítíma fólks sem hefur lagt á sig ótrúlega vinnu með einstakri gleði. Við höldum nefnilega að þeir sem fá tækifæri til að kynnast okkur vilji kjósa okkur. Við viljum íbúalýðræði, þar sem bæði fólki og viðfangsefnum er sýnd virðing, við viljum að skipulag snúist um fólk og mannlíf en ekki steinsteypu, og við viljum axla ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum til að undirbúa farsæla framtíð. Við viljum ekki að græðgi einnar kynslóðar tefli framtíð þeirrar næstu í tvísýnu. Það er engin furða að ég sé þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ævintýri og kynnast afburða fólki. Ég veit að atkvæði greidd Vinum Kópavogs verða til þess að fólk sem er reynt, hæfileikaríkt og brennandi í andanum kemst til áhrifa. Helga Jónsdóttir skipar 1. sæti á lista Vina Kópavogs.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun