Pólariseríng minni en síðast Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 10:38 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar. Vísir/Bebbý Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Þórdís Lóa að enginn ætti að gleyma að kjósa í dag. Þá sagði hún kjördaga vera mjög frábrugðna öðrum í kosningabaráttunni og að hún myndi nú fara og kíkja á kosningastofurnar. Aðspurð um væntingar sínar fyrir Viðreisn sagði hún flokkinn hafa mælst á nokkuð stóru bili en markmið þeirra væri að ná Pawel Bartoszek, sem er í öðru sæti listans, inn í borgarstjórn. Kannanir hafa sýnt að það er tæpt en Þórdís Lóa sagðist hafa trú á því að það tækist. Þórdís Lóa sagði einnig að kosningabaráttan hefði verið mjög skemmtilegt, þó hún hefði verið stutt og knöpp. Það hefði einkennt baráttuna hve seint hún hefði farið af stað. Þá sagði hún töluverðan mun hafa verið á kosningabaráttunni nú, samanborið við fyrir fjórum árum síðan. Pólariseríng væri minni en áður. „Við erum öll miklu meira sammála um stóru línurnar og erum að hnýtast um miklu minni línur en 2018. Ég vinn mikinn mun á skilaboðum borgarbúa til mín heldur en þá. Það voru meiri átök þá,“ sagði Þórdís Lóa. Hún sagði húsnæðismálin hafa verið mun fyrirferðarmeiri og þau hefðu einkennt kosningabaráttuna. Varðandi það hvort hún og hennar fólk í Viðreisn væru farin að horfa í kringum sig varðandi framhaldið sagði Þórdís Lóa að Viðreisn gæti starfað með öllum. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum og meira að segja Sósíalistum sem vilja ekki starfa með okkur en við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14. maí 2022 09:32 Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Í samtali við fréttastofu ítrekaði Þórdís Lóa að enginn ætti að gleyma að kjósa í dag. Þá sagði hún kjördaga vera mjög frábrugðna öðrum í kosningabaráttunni og að hún myndi nú fara og kíkja á kosningastofurnar. Aðspurð um væntingar sínar fyrir Viðreisn sagði hún flokkinn hafa mælst á nokkuð stóru bili en markmið þeirra væri að ná Pawel Bartoszek, sem er í öðru sæti listans, inn í borgarstjórn. Kannanir hafa sýnt að það er tæpt en Þórdís Lóa sagðist hafa trú á því að það tækist. Þórdís Lóa sagði einnig að kosningabaráttan hefði verið mjög skemmtilegt, þó hún hefði verið stutt og knöpp. Það hefði einkennt baráttuna hve seint hún hefði farið af stað. Þá sagði hún töluverðan mun hafa verið á kosningabaráttunni nú, samanborið við fyrir fjórum árum síðan. Pólariseríng væri minni en áður. „Við erum öll miklu meira sammála um stóru línurnar og erum að hnýtast um miklu minni línur en 2018. Ég vinn mikinn mun á skilaboðum borgarbúa til mín heldur en þá. Það voru meiri átök þá,“ sagði Þórdís Lóa. Hún sagði húsnæðismálin hafa verið mun fyrirferðarmeiri og þau hefðu einkennt kosningabaráttuna. Varðandi það hvort hún og hennar fólk í Viðreisn væru farin að horfa í kringum sig varðandi framhaldið sagði Þórdís Lóa að Viðreisn gæti starfað með öllum. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum og meira að segja Sósíalistum sem vilja ekki starfa með okkur en við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14. maí 2022 09:32 Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14. maí 2022 09:32
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00