Sonurinn aðeins spillt fyrir nætursvefninum Eiður Þór Árnason skrifar 14. maí 2022 23:14 Einar segir að besta partýið verði hjá Framsóknarflokknum í nótt. Vísir Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum. „Þú ert að grípa mig á þessu erfiðasta tímabili þar sem maður er að bíða eftir tölunum og ég skal bara viðurkenna að þetta er erfið bið. Kannanir hafa verið dálítið misvísandi, við höfum verið allt frá 11,4 upp í sautján komma eitthvað þannig að ég held mér alveg niðri á jörðinni. Sama hvað gerist, ef við fáum tvo, þrjá menn þá er það bara stórsigur og frábær árangur. Allt umfram það er náttúrulega bara einhvers konar kraftaverk,“ sagði hann þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður ræddi við hann í kosningavöku Framsóknar sem fram fer í Kolaportinu. Nýfæddi sonurinn spillt svefni en einnig veitt orku Einar viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur eftir viðburðaríka kosningabaráttu en þetta hafi óneitanlega verið ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir þennan fyrrverandi fjölmiðlamann. „Maður fer bara og byrjar að hlaupa, hitta fólk, fara á fundi, fara í viðtöl og það er ótrúlega skemmtilegt og rosa mikil orka sem maður fær út úr því þrátt fyrir að það taki mikinn tíma. Svo er ég líka með einn sex vikna gamlan dreng heima sem hefur kannski aðeins spillt fyrir nætursvefninum en hann er líka alveg rosa mikill orkubolti og gefur manni mikla ró og orku, þannig að þetta hefur svona jafnast út líklega.“ Einar segist ekki vera búinn að ákveða hver fær fyrsta símtalið frá honum í fyrramálið ef Framsókn kemst í lykilstöðu í borginni. „Við þurfum bara að sjá hvaða styrk Framsókn hefur til að tala við flokkana og aðalatriði er náttúrulega að sjá hvort meirihlutinn heldur eða ekki, það er bara lykilatriði. Ef hann fellur þá opnast einhver staða. Við höfum séð það að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt það að það væri eðlilegast að þessir flokkar töluðu saman fyrst ef meirihlutinn heldur og við erum bara að sjá hvað gerist.“ Tilbúinn að leiða breytingar í borginni Einar segist ekki endilega stefna á það að verða borgarstjóri en hann sé tilbúinn að taka að sé öll þau verkefni sem sér eru falin. „Við fórum með þessa spurningu inn í þessar kosningar, hvort það væri ekki kominn tími til að breyta í Reykjavík, knýja fram breytingar. Miðað við meðbyrinn í könnunum þá er augljóst ákall frá borgarbúum um breytingar og ég er tilbúinn að leiða þær breytingar. En ég veit að það gerir enginn neitt einn. Maður gerir þetta alltaf í samvinnu við aðra og við sjáum bara hvernig þetta fer,“ segir Einar sem sér fram á heldur annasamt og spennandi kvöld. Eitt megi þó treysta á: „Hér verður líklega besta partýið. Við erum að koma úr þremur prósentum með engan borgarfulltrúa og náum einhverjum inn og þetta verður bara ótrúlega skemmtilegt hjá okkur í kvöld hérna í Kolaportinu.“ Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
„Þú ert að grípa mig á þessu erfiðasta tímabili þar sem maður er að bíða eftir tölunum og ég skal bara viðurkenna að þetta er erfið bið. Kannanir hafa verið dálítið misvísandi, við höfum verið allt frá 11,4 upp í sautján komma eitthvað þannig að ég held mér alveg niðri á jörðinni. Sama hvað gerist, ef við fáum tvo, þrjá menn þá er það bara stórsigur og frábær árangur. Allt umfram það er náttúrulega bara einhvers konar kraftaverk,“ sagði hann þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður ræddi við hann í kosningavöku Framsóknar sem fram fer í Kolaportinu. Nýfæddi sonurinn spillt svefni en einnig veitt orku Einar viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur eftir viðburðaríka kosningabaráttu en þetta hafi óneitanlega verið ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir þennan fyrrverandi fjölmiðlamann. „Maður fer bara og byrjar að hlaupa, hitta fólk, fara á fundi, fara í viðtöl og það er ótrúlega skemmtilegt og rosa mikil orka sem maður fær út úr því þrátt fyrir að það taki mikinn tíma. Svo er ég líka með einn sex vikna gamlan dreng heima sem hefur kannski aðeins spillt fyrir nætursvefninum en hann er líka alveg rosa mikill orkubolti og gefur manni mikla ró og orku, þannig að þetta hefur svona jafnast út líklega.“ Einar segist ekki vera búinn að ákveða hver fær fyrsta símtalið frá honum í fyrramálið ef Framsókn kemst í lykilstöðu í borginni. „Við þurfum bara að sjá hvaða styrk Framsókn hefur til að tala við flokkana og aðalatriði er náttúrulega að sjá hvort meirihlutinn heldur eða ekki, það er bara lykilatriði. Ef hann fellur þá opnast einhver staða. Við höfum séð það að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt það að það væri eðlilegast að þessir flokkar töluðu saman fyrst ef meirihlutinn heldur og við erum bara að sjá hvað gerist.“ Tilbúinn að leiða breytingar í borginni Einar segist ekki endilega stefna á það að verða borgarstjóri en hann sé tilbúinn að taka að sé öll þau verkefni sem sér eru falin. „Við fórum með þessa spurningu inn í þessar kosningar, hvort það væri ekki kominn tími til að breyta í Reykjavík, knýja fram breytingar. Miðað við meðbyrinn í könnunum þá er augljóst ákall frá borgarbúum um breytingar og ég er tilbúinn að leiða þær breytingar. En ég veit að það gerir enginn neitt einn. Maður gerir þetta alltaf í samvinnu við aðra og við sjáum bara hvernig þetta fer,“ segir Einar sem sér fram á heldur annasamt og spennandi kvöld. Eitt megi þó treysta á: „Hér verður líklega besta partýið. Við erum að koma úr þremur prósentum með engan borgarfulltrúa og náum einhverjum inn og þetta verður bara ótrúlega skemmtilegt hjá okkur í kvöld hérna í Kolaportinu.“
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira