Fagna sigrinum á Íslandi: „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari“ Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 00:24 Anna Velychenko og Anzhela Bilenko telja að þetta sé einungis upphafið að sigurgöngu Úkraínu. Vísir Úkraínskar konur sem komu til Íslands til að flýja stríðsástandið í heimalandinu eru afar stoltar af sigri Úkraínu í Eurovision. Fjöldi Úkraínumanna kom saman ásamt meðlimum í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Kex Hostel til að fylgjast með keppninni í kvöld. Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“ Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“
Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög