Telur talsverðar líkur á því að meirihlutinn falli Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 01:06 Birgir missti af Liverpool-leiknum í dag en ætlar ekki að missa af fyrstu tölum í Reykjavík. Stöð 2 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, telur það vera fimmtíu prósent líkur á að meirihlutinn falli í Reykjavík. Hann skilur ekki töf á fyrstu tölum í kjördæminu þegar talningin virðist ekki vera vandi annars staðar á landinu. „Ég bíð spenntur eftir fyrstu tölum úr Reykjavík, ég vona það besta. Maður er í jafnmikilli óvissu og allir aðrir um hvað gerist en ég er svona bjartsýnn á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að bæta við sig miðað við það sem hefur komið fram í könnunum núna síðustu daga,“ sagði Birgir þegar fréttastofa náði tali af honum. Spenntur fyrir fyrstu tölum Þrátt fyrir biðina eftir fyrstu tölum ætlar hann að vaka aðeins lengur. „Nei, maður bíður nú svona eitthvað og sér hvað kemur í ljós. Þetta er auðvitað mitt kjördæmi og það er gaman að fylgjast með því. Ég átta mig nú reyndar ekki á því af hverju þessar nýju reglur eru að tefja fyrir í Reykjavík en ekki annars staðar, fyrir því kunna að vera einhverjar ástæður. Við höfum séð að talning annars staðar hefur gengið með venjulegum hætti þannig ég átta mig ekki á því hvað er svona sérstakt í Reykjavík.“ Aðspurður segir hann að hann telji það vera ágætis líkur á að meirihlutinn í borginni falli. „Ég held að það séu talsverðar líkur á því, fimmtíu prósent líkur á því að minnsta kosti. Ég horfi fyrst og fremst á mitt fólk í Sjálfstæðisflokknum og hvernig því gengur og vona það besta.“ Missti af sigri Liverpool Birgir er mikill Liverpool-aðdáandi en missti af bikarúrslitaleiknum sem fór fram í dag. Liverpool vann hann í vítaspyrnukeppni og gladdi það þingmanninn afar mikið. „Það hafa ekki öll ár verið góð ár fyrir Liverpool-menn á undanförnum árum þannig að það sem er í rétta átt, maður styður það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Ég bíð spenntur eftir fyrstu tölum úr Reykjavík, ég vona það besta. Maður er í jafnmikilli óvissu og allir aðrir um hvað gerist en ég er svona bjartsýnn á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að bæta við sig miðað við það sem hefur komið fram í könnunum núna síðustu daga,“ sagði Birgir þegar fréttastofa náði tali af honum. Spenntur fyrir fyrstu tölum Þrátt fyrir biðina eftir fyrstu tölum ætlar hann að vaka aðeins lengur. „Nei, maður bíður nú svona eitthvað og sér hvað kemur í ljós. Þetta er auðvitað mitt kjördæmi og það er gaman að fylgjast með því. Ég átta mig nú reyndar ekki á því af hverju þessar nýju reglur eru að tefja fyrir í Reykjavík en ekki annars staðar, fyrir því kunna að vera einhverjar ástæður. Við höfum séð að talning annars staðar hefur gengið með venjulegum hætti þannig ég átta mig ekki á því hvað er svona sérstakt í Reykjavík.“ Aðspurður segir hann að hann telji það vera ágætis líkur á að meirihlutinn í borginni falli. „Ég held að það séu talsverðar líkur á því, fimmtíu prósent líkur á því að minnsta kosti. Ég horfi fyrst og fremst á mitt fólk í Sjálfstæðisflokknum og hvernig því gengur og vona það besta.“ Missti af sigri Liverpool Birgir er mikill Liverpool-aðdáandi en missti af bikarúrslitaleiknum sem fór fram í dag. Liverpool vann hann í vítaspyrnukeppni og gladdi það þingmanninn afar mikið. „Það hafa ekki öll ár verið góð ár fyrir Liverpool-menn á undanförnum árum þannig að það sem er í rétta átt, maður styður það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira