Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 02:40 Dagur átti von á betri fyrstu tölum í borginni en segir að nóttin sé enn ung. vÍSIR Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur. Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur.
Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira