Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 15:26 Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn og segir blaðamanni Vísis það að hann muni ekki finna einn einasta stjórnmálamann sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. Vísir/Arnar Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. Víst er að margir sjá á eftir Pawel úr borgarstjórn. Félagi hans í Viðreisn, þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson, segir: „Ég hef ekki enn hitt þann mann sem heldur því fram að borgarstjórn Reykjavíkur væri betri án Pawels. Andstæðingar Viðreisnar halda því ekki einu sinni fram enda nýtur hann virðingar þvert á flokka.“ Þó Pawel reyni ekki að breiða yfir það að niðurstaða kosninganna séu vonbrigði, þá sé þetta ekki svartnætti og dauði. Hann hafi náð kjöri sem 1. varaborgarfulltrúi. Hann muni starfa fyrir Reykvíkinga sem varaborgarfulltrúi og á honum að heyra að í mörg horn sé að líta. „Við erum þakklát fyrir þessi 3111 atkvæði sem við í Viðreisn fengum og munum nýta það umboð til góðra verka. Það er heil austurstúka á Laugardalsvellinum sem valdi okkur umfram tíu önnur framboð. Það er mikið af fólki þótt súlan sé lág. Við munum ekki bregðast því trausti heldur freista þess að taka þátt í að mynda starfhæfan meirihluta.“ Markaðssetning Framsóknar betri Í ljósi þess að Viðreisn, sem hefur talað fyrir skynsamlegri nálgun á hinum ýmsu úrlausnarefnum og því að stór hluti kjósenda telur sig landslausa, hefur flokknum ekki tekist að ná vopnum sínum. Pawel er spurður hvar hnífurinn standi í kúnni með það en hann svarar því svo til að tími fyrir þá sjálfsskoðun muni eflaust koma. „Gengi Framsóknar sýnir alla vega að flokkar sem staðsetja sig á miðju og höfða til öfgaleysis hafa sannarlega tækifæri. Mitt mat er að Framsókn hafi í þetta skipti tekist að markaðssetja þá hugmynd betur en okkur tókst til.“ En var það ekki einfaldlega svo að Framsókn tókst vel upp með að höfða til afstöðu- og skoðanaleysis landsmanna? Eins og ef til vill má lesa í nánast mæðulegt slagorð flokksins: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn? „Ég veit ekki hvort ég vilji afgreiða árangur pólitískra andstæðing með þeim hætti. Stefna Framsóknar varðand Borgarlínu var til dæmis skýrari en stefna XD. Við fundum það sterkt seinast að ákveðinn hópur fólks er alltaf til í að gefa "nýjum framboðum" tækifæri. Það fólk vildi gefa Framsókn tækifæri nú,“ segir Pawel. Mætti sleppa verkefnisstjórunum Vert er að nýta tækifærið og spyrja Pawel, sem nú hefur setið í borgarstjórn í fjögur ár, hvað honum sýnist um vinnuna í Ráðhúsi Reykjavíkur, er hún óskilvirk? „Ég vil taka það fram að heilt yfir hefur mér fundist samstarfið í meirihlutanum ganga mjög vel. Hvað varðar hluti sem gera mætti betur fara þá finnst að stjórnsýslan mætti einsetja sér meiri teymisvinnu. Það er að búa til teymis sem vinna að verkefnum, leysa þau og fara í næsta, frekar en að ráða verkefnastjóra sem fást aðeins við afmarkað verkefni.“ Pawel segir að það verkefni sem nú sé handan horns sé að vinna að því að Viðreisn komist í meirihluta í Reykjavík. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Víst er að margir sjá á eftir Pawel úr borgarstjórn. Félagi hans í Viðreisn, þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson, segir: „Ég hef ekki enn hitt þann mann sem heldur því fram að borgarstjórn Reykjavíkur væri betri án Pawels. Andstæðingar Viðreisnar halda því ekki einu sinni fram enda nýtur hann virðingar þvert á flokka.“ Þó Pawel reyni ekki að breiða yfir það að niðurstaða kosninganna séu vonbrigði, þá sé þetta ekki svartnætti og dauði. Hann hafi náð kjöri sem 1. varaborgarfulltrúi. Hann muni starfa fyrir Reykvíkinga sem varaborgarfulltrúi og á honum að heyra að í mörg horn sé að líta. „Við erum þakklát fyrir þessi 3111 atkvæði sem við í Viðreisn fengum og munum nýta það umboð til góðra verka. Það er heil austurstúka á Laugardalsvellinum sem valdi okkur umfram tíu önnur framboð. Það er mikið af fólki þótt súlan sé lág. Við munum ekki bregðast því trausti heldur freista þess að taka þátt í að mynda starfhæfan meirihluta.“ Markaðssetning Framsóknar betri Í ljósi þess að Viðreisn, sem hefur talað fyrir skynsamlegri nálgun á hinum ýmsu úrlausnarefnum og því að stór hluti kjósenda telur sig landslausa, hefur flokknum ekki tekist að ná vopnum sínum. Pawel er spurður hvar hnífurinn standi í kúnni með það en hann svarar því svo til að tími fyrir þá sjálfsskoðun muni eflaust koma. „Gengi Framsóknar sýnir alla vega að flokkar sem staðsetja sig á miðju og höfða til öfgaleysis hafa sannarlega tækifæri. Mitt mat er að Framsókn hafi í þetta skipti tekist að markaðssetja þá hugmynd betur en okkur tókst til.“ En var það ekki einfaldlega svo að Framsókn tókst vel upp með að höfða til afstöðu- og skoðanaleysis landsmanna? Eins og ef til vill má lesa í nánast mæðulegt slagorð flokksins: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn? „Ég veit ekki hvort ég vilji afgreiða árangur pólitískra andstæðing með þeim hætti. Stefna Framsóknar varðand Borgarlínu var til dæmis skýrari en stefna XD. Við fundum það sterkt seinast að ákveðinn hópur fólks er alltaf til í að gefa "nýjum framboðum" tækifæri. Það fólk vildi gefa Framsókn tækifæri nú,“ segir Pawel. Mætti sleppa verkefnisstjórunum Vert er að nýta tækifærið og spyrja Pawel, sem nú hefur setið í borgarstjórn í fjögur ár, hvað honum sýnist um vinnuna í Ráðhúsi Reykjavíkur, er hún óskilvirk? „Ég vil taka það fram að heilt yfir hefur mér fundist samstarfið í meirihlutanum ganga mjög vel. Hvað varðar hluti sem gera mætti betur fara þá finnst að stjórnsýslan mætti einsetja sér meiri teymisvinnu. Það er að búa til teymis sem vinna að verkefnum, leysa þau og fara í næsta, frekar en að ráða verkefnastjóra sem fást aðeins við afmarkað verkefni.“ Pawel segir að það verkefni sem nú sé handan horns sé að vinna að því að Viðreisn komist í meirihluta í Reykjavík.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira