Falldraugurinn hvergi nærri horfinn eftir tvö rauð og tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2022 17:51 Everton er enn í bullandi fallhættu. Peter Byrne/Getty Images Everton tapaði 2-3 gegn Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Liðið missti tvívegis niður forystu og nældi sér í tvö rauð spjöld. Everton hóf leikinn af krafti en eftir tíu mínútur skoraði Dominic Calvert-Lewin eftir undirbúning Richarlison. Aðeins átta mínútum síðar fékk Jarrad Branthwaite rautt spjald í liði heimamanna og Everton manni færri í rúmlega 70 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart þá skoraði Seamus Coleman sjálfsmark og staðan 1-1 þegar 38 mínútur voru liðnar. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu og staðan 2-1 í hálfleik. Yoane Wissa jafnaði metin þegar rúm klukkustund var liðin og tveimur mínútum síðar kom Rico Henry gestunum yfir. Staðan orðin 3-2 og reyndust það lokatölur leiksins en heimamenn voru aðeins níu eftir á vellinum er flautað var til leiksloka. 84' Salomon Rondon subs on for 10-man Everton needing a goal88' Salomon Rondon is sent offFT Nine-man Everton lose 3-2 to Brentford pic.twitter.com/5bECi7cFi6— B/R Football (@brfootball) May 15, 2022 Í leit að jöfnunarmarki hafði Salomón Rondón verið sendur inn af bekknum en hann entist aðeins í fjórar mínútur þar sem hann lét einnig reka sig út af með rautt spjald. 16. Everton 36 points (36 games)17. Leeds 35 points (37 games)18. Burnley 34 points (36 games)The battle for survival in the Premier League is going down to the wire pic.twitter.com/pPYxkObqJp— B/R Football (@brfootball) May 15, 2022 Spennan á botni ensku úrvalsdeildarinnar er gríðarleg þegar liðin eiga flest tvo leiki eftir. Everton er í 16. sæti með 36 stig, Leeds United er með 35 og hefur leikið 37 leiki á meðan Burnley er í fallsæti með 34 stig eftir 36 leiki. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leeds bjargaði mikilvægu stigi | Leicester fór illa með Watford Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag og nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka. Pascal Struijk reyndist hetja Leeds þegar hann bjargaði stigi í uppbótartíma gegn Brighton og Leicester vann 5-1 sigur gegn Watford. 15. maí 2022 15:11 West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Everton hóf leikinn af krafti en eftir tíu mínútur skoraði Dominic Calvert-Lewin eftir undirbúning Richarlison. Aðeins átta mínútum síðar fékk Jarrad Branthwaite rautt spjald í liði heimamanna og Everton manni færri í rúmlega 70 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart þá skoraði Seamus Coleman sjálfsmark og staðan 1-1 þegar 38 mínútur voru liðnar. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu og staðan 2-1 í hálfleik. Yoane Wissa jafnaði metin þegar rúm klukkustund var liðin og tveimur mínútum síðar kom Rico Henry gestunum yfir. Staðan orðin 3-2 og reyndust það lokatölur leiksins en heimamenn voru aðeins níu eftir á vellinum er flautað var til leiksloka. 84' Salomon Rondon subs on for 10-man Everton needing a goal88' Salomon Rondon is sent offFT Nine-man Everton lose 3-2 to Brentford pic.twitter.com/5bECi7cFi6— B/R Football (@brfootball) May 15, 2022 Í leit að jöfnunarmarki hafði Salomón Rondón verið sendur inn af bekknum en hann entist aðeins í fjórar mínútur þar sem hann lét einnig reka sig út af með rautt spjald. 16. Everton 36 points (36 games)17. Leeds 35 points (37 games)18. Burnley 34 points (36 games)The battle for survival in the Premier League is going down to the wire pic.twitter.com/pPYxkObqJp— B/R Football (@brfootball) May 15, 2022 Spennan á botni ensku úrvalsdeildarinnar er gríðarleg þegar liðin eiga flest tvo leiki eftir. Everton er í 16. sæti með 36 stig, Leeds United er með 35 og hefur leikið 37 leiki á meðan Burnley er í fallsæti með 34 stig eftir 36 leiki.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leeds bjargaði mikilvægu stigi | Leicester fór illa með Watford Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag og nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka. Pascal Struijk reyndist hetja Leeds þegar hann bjargaði stigi í uppbótartíma gegn Brighton og Leicester vann 5-1 sigur gegn Watford. 15. maí 2022 15:11 West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Leeds bjargaði mikilvægu stigi | Leicester fór illa með Watford Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag og nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka. Pascal Struijk reyndist hetja Leeds þegar hann bjargaði stigi í uppbótartíma gegn Brighton og Leicester vann 5-1 sigur gegn Watford. 15. maí 2022 15:11
West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59