Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 22:49 Guðmundur Árni er oddviti Samfylkingarinnar, sem er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02
Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36