Einn besti snókerþjálfari í heiminum er fluttur til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 10:00 Íslandsmeistarinn í snóker 2022, Þorri Jensson ræðir málin við Alan Trigg sem er að þjálfa snóker og pool hér á landi. S2 Sport Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð á dögunum Íslandsmeistari í snóker í annað skiptið á ferlinum en hann vonast til að fá hjálp frá skólunum til að auka vinsældir íþróttarinnar. „Þetta var stressandi og ég lenti í miklu basli með hann Sigurð. Ég lenti 7-2 undir þegar verst var en náði að snúa því við og vinna 9-7. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Þorri Jensson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Það voru ungu strákarnir í sportinu sem mættust í úrslitaleiknum að þessu sinni en gömlu refirnir hafa oft verið erfiðir við að eiga síðustu ár. Gott að yngja þetta aðeins upp „Við erum tveir af yngri meistaraflokksmönnunum sem loksins mættust í úrslitunum. Þetta hafa oft verið eldri og reyndari menn en það var gott að yngja þetta aðeins upp,“ sagði Þorri. En eru keppendur að yngjast í snóker. Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð líka Íslandsmeistari árið 2020.S2 Sport „Nei í rauninni ekki. Það er verið að vinna í þvi. Það er verið að pressa á grunnskóla að hafa snóker og pool sem valgreinar í skólum. Það gengur ágætlega og sú vinna heldur áfram. Það voru nokkrir grunnskólar sem tóku mjög vel í þetta og þetta var gert rétt fyrir Covid því voru krakkar úr skólum að æfa,“ sagði Þorri. Er meiri áhugi á snókeríþróttinni nú en á árum áður? Strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir „Já klárlega. Rétt undir 2010 þá datt þetta svolítið niður en núna síðustu ár hefur verið meiri áhugi. Eurosport hefur verið að sýna meira af atvinnumönnunum og strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir til dæmis. Þeir eru með mörg mót og margir að taka þátt,“ sagði Þorri. „Eyjamenn eiga til dæmis Íslandsmeistarann undir 21 árs, hann Rúnar Gauta sem er frábær spilar og efnilegur. Hann hefur verið að keppa með okkur í meistaraflokki og er mjög góður. Þetta hefur samt meira verið reyndari leikmenn sem voru hættir en eru að koma aftur,“ sagði Þorri en af hverju áttu að fara að æfa snóker. S2 Sport „Ég tala bara af eigin reynslu en ég var alltaf erfiður í skapinu og frekar villtur þegar ég var yngri. Þetta hjálpar mikið með það og gefur manni smá aga. Þetta er svolítið eins og skákin,“ sagði Þorri. Íslensku snókerspilararnir njóta nú góðs af leiðsögn hjá mjög reyndum erlendum þjálfara. Þorri fagnar því að geta leitað til svo öflugs þjálfara hér á landi. Hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum „Hann Alan Trigg sem er af mörgum talinn einn besti þjálfari í heiminum. Hann er fyrrverandi atvinnumaður og hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum. Hann er fluttur til Íslands og er mikið að þjálfa bæði pool og snóker. Við erum mjög ánægðir með að hafa hann hérna og það kveikti svolítið blossann,“ sagði Þorri. „Hann var að þjálfa John Higgins þegar hann varð heimsmeistari 2012. Hann hefur verið í kringum þessa atvinnumenn í áratugi og ég held meira að segja að hann hafi hafnað Ronnie O'Sullivan þegar Roonie var kringum 25 ára og svolítið villtur,“ sagði Þorri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Íslandsmeistarann í snóker Snóker Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
„Þetta var stressandi og ég lenti í miklu basli með hann Sigurð. Ég lenti 7-2 undir þegar verst var en náði að snúa því við og vinna 9-7. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Þorri Jensson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Það voru ungu strákarnir í sportinu sem mættust í úrslitaleiknum að þessu sinni en gömlu refirnir hafa oft verið erfiðir við að eiga síðustu ár. Gott að yngja þetta aðeins upp „Við erum tveir af yngri meistaraflokksmönnunum sem loksins mættust í úrslitunum. Þetta hafa oft verið eldri og reyndari menn en það var gott að yngja þetta aðeins upp,“ sagði Þorri. En eru keppendur að yngjast í snóker. Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð líka Íslandsmeistari árið 2020.S2 Sport „Nei í rauninni ekki. Það er verið að vinna í þvi. Það er verið að pressa á grunnskóla að hafa snóker og pool sem valgreinar í skólum. Það gengur ágætlega og sú vinna heldur áfram. Það voru nokkrir grunnskólar sem tóku mjög vel í þetta og þetta var gert rétt fyrir Covid því voru krakkar úr skólum að æfa,“ sagði Þorri. Er meiri áhugi á snókeríþróttinni nú en á árum áður? Strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir „Já klárlega. Rétt undir 2010 þá datt þetta svolítið niður en núna síðustu ár hefur verið meiri áhugi. Eurosport hefur verið að sýna meira af atvinnumönnunum og strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir til dæmis. Þeir eru með mörg mót og margir að taka þátt,“ sagði Þorri. „Eyjamenn eiga til dæmis Íslandsmeistarann undir 21 árs, hann Rúnar Gauta sem er frábær spilar og efnilegur. Hann hefur verið að keppa með okkur í meistaraflokki og er mjög góður. Þetta hefur samt meira verið reyndari leikmenn sem voru hættir en eru að koma aftur,“ sagði Þorri en af hverju áttu að fara að æfa snóker. S2 Sport „Ég tala bara af eigin reynslu en ég var alltaf erfiður í skapinu og frekar villtur þegar ég var yngri. Þetta hjálpar mikið með það og gefur manni smá aga. Þetta er svolítið eins og skákin,“ sagði Þorri. Íslensku snókerspilararnir njóta nú góðs af leiðsögn hjá mjög reyndum erlendum þjálfara. Þorri fagnar því að geta leitað til svo öflugs þjálfara hér á landi. Hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum „Hann Alan Trigg sem er af mörgum talinn einn besti þjálfari í heiminum. Hann er fyrrverandi atvinnumaður og hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum. Hann er fluttur til Íslands og er mikið að þjálfa bæði pool og snóker. Við erum mjög ánægðir með að hafa hann hérna og það kveikti svolítið blossann,“ sagði Þorri. „Hann var að þjálfa John Higgins þegar hann varð heimsmeistari 2012. Hann hefur verið í kringum þessa atvinnumenn í áratugi og ég held meira að segja að hann hafi hafnað Ronnie O'Sullivan þegar Roonie var kringum 25 ára og svolítið villtur,“ sagði Þorri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Íslandsmeistarann í snóker
Snóker Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira