Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í gær mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. Í nótt var stærsti skjálftinn þrjú stig að stærð og aðrir minni og færri en síðustu daga.
Í tilkynningu frá Almannavörnum eru íbúar hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni.
Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.
Í tilkynningunni er þá bent á að nánar sé hægt að kynna sér varnir og viðbúnað á heimasíðu Almannavarna.