Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins er í Ölfusi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2022 11:18 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, er í skýjunum með árangur flokksins. Elliði er harður Sjálfstæðismaður og var ráðinn bæjarstjóri að loknum kosningunum 2018. Áður var hann bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár þar til flokkurinn beið lægri hlut í kosningunum fyrir fjórum árum. Vísir/Magnús Hlynur Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, fagnar niðurstöðunum í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Elliði hefur lagst yfir tölurnar og fundið út úr því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst hærra í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 55,9 prósenta fylgi í kosningunum um helgina. Flokkurinn hélt fjórum fulltrúum sínum og þannig meirihluta en sjö bæjarfulltrúar eru í sveitarfélaginu. Framfarasinnar fengu 30,5 prósenta fylgi og tvo fulltrúa á meðan Íbúaflokkurinn fékk einn fulltrúa með 13,7 prósenta fylgi. Meirihlutinn hélt því og vel það. „Þegar rykið sest og farið er að rýna í tölur kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Það er áhugavert að ekki eingöngu er D-listinn í Ölfusi með mesta fylgi allra D-lista á landinu (amk. í stærri sveitarfélögum) heldur hefur hann aldrei í sögu þessa sveitarfélags fengið jafn mikið fylgi,“ segir Elliði í færslu á Facebook. Meðal fylgi Sjálfstæðisflokksins á öldinni sé um 40 prósent. Nú hafi fylgið verið tæplega helmingi meira eða 56 prósent. „Umboðið er því skýrt, íbúar vilja bjartsýni, gleði og skýra framtíðarsýn,“ segir Elliði. Elliði birtir þessa mynd með færslu sinni í morgun. Hún sýnir fylgi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum frá 2002 til 2022.Elliði Vignisson Ef litið er yfir stærstu sveitarfélög landsins er afar fátítt að nokkur flokkur fái yfir fimmtíu prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil átt bæjarstjórastólinn vísan í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Engin breyting varð á því um helgina þótt fylgið fari minnkandi í báðum sveitarfélögum. Hreinn meirihluti hélt. Þannig fékk flokkurinn 50,1 prósent á Nesinu sem skilaði fjórum bæjarfulltrúum af þeim sjö sem í boði eru. Í Garðabænum fékk flokkurinn 49,1 prósent sem tryggði flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Flokkurinn fagnaði svo góðum árangri í Árborg með 46,4 prósenta fylgi sem skilabði hreinum meirihluta, sex fulltrúum af ellefu. Framsóknarflokkurinn gældi svo við fimmtíu prósentin í Borgarbyggð hvar flokkurinn náði hreinum meirihluta fulltrúa, fimm af níu, með 49,7 prósenta fylgi. Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 55,9 prósenta fylgi í kosningunum um helgina. Flokkurinn hélt fjórum fulltrúum sínum og þannig meirihluta en sjö bæjarfulltrúar eru í sveitarfélaginu. Framfarasinnar fengu 30,5 prósenta fylgi og tvo fulltrúa á meðan Íbúaflokkurinn fékk einn fulltrúa með 13,7 prósenta fylgi. Meirihlutinn hélt því og vel það. „Þegar rykið sest og farið er að rýna í tölur kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Það er áhugavert að ekki eingöngu er D-listinn í Ölfusi með mesta fylgi allra D-lista á landinu (amk. í stærri sveitarfélögum) heldur hefur hann aldrei í sögu þessa sveitarfélags fengið jafn mikið fylgi,“ segir Elliði í færslu á Facebook. Meðal fylgi Sjálfstæðisflokksins á öldinni sé um 40 prósent. Nú hafi fylgið verið tæplega helmingi meira eða 56 prósent. „Umboðið er því skýrt, íbúar vilja bjartsýni, gleði og skýra framtíðarsýn,“ segir Elliði. Elliði birtir þessa mynd með færslu sinni í morgun. Hún sýnir fylgi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum frá 2002 til 2022.Elliði Vignisson Ef litið er yfir stærstu sveitarfélög landsins er afar fátítt að nokkur flokkur fái yfir fimmtíu prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil átt bæjarstjórastólinn vísan í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Engin breyting varð á því um helgina þótt fylgið fari minnkandi í báðum sveitarfélögum. Hreinn meirihluti hélt. Þannig fékk flokkurinn 50,1 prósent á Nesinu sem skilaði fjórum bæjarfulltrúum af þeim sjö sem í boði eru. Í Garðabænum fékk flokkurinn 49,1 prósent sem tryggði flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Flokkurinn fagnaði svo góðum árangri í Árborg með 46,4 prósenta fylgi sem skilabði hreinum meirihluta, sex fulltrúum af ellefu. Framsóknarflokkurinn gældi svo við fimmtíu prósentin í Borgarbyggð hvar flokkurinn náði hreinum meirihluta fulltrúa, fimm af níu, með 49,7 prósenta fylgi.
Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00