Meirihlutarnir fimm sem eru í boði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. maí 2022 07:00 Þetta eru meirihlutarnir fimm sem í boði eru eins og staðan er í dag eftir að Vinstri græn útilokuðu meirihlutasamstarf og Píratar og Sósíalistar neita að vinna með sumum flokkum. vísir/kristján Eftir yfirlýsingar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta í borgarstjórn og útilokanir Pírata og Sósíalista á samstarfi við suma flokka koma aðeins fimm meirihlutamyndanir til greina í Reykjavík. Segja má að fyrsti dagur almennilegra þreifinga í meirihlutamyndun fyrir næstu borgarstjórn hafi hafist í gær. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins er með pálmann í höndunum eftir kosningar en í þeim fimm meirihlutum sem eru í boði er Framsókn í fjórum þeirra. Hann hitti Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi í morgun og þá hafa Einar og Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, komið sér saman um að hittast núna seinni partinn. Einar og Dagur funduðu í dag. Óformlega, að sjálfsögðu, eins og allir hamra á þessa stundina. Vísir/Stöð 2 „Einhverjir hafa verið að tala saman og ég held að það sé nú bara eðlilegt svona í dag að fólk bara kanni hug hvers annars,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu í dag. Hildur Björnsdóttir segist þá hafa verið í samræðum við nokkra oddvita í dag og það segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, einnig hafa gert. Færri kostir í boði í dag en í gær Ljóst er að meirihlutamyndunin gæti orðið snúin eftir fall meirihluta síðasta kjörtímabils. Og eftir að Líf Magneudóttir eini borgarfulltrúi Vinstri grænna tilkynnti í gær að flokkurinn væri ekki tilbúinn að taka þátt í meirihlutasamstarfi fækkar mögulegum meirihlutum talsvert. Þá hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk og Píratar sömuleiðis útilokað að vinna með Sjálfstæðismönnum. Raunhæfasti möguleikinn á myndun þriggja flokka meirihluta væri samstarf Samfylkingar, Framsóknar og Pírata, með 12 fulltrúa, sem er minnsti mögulegi meirihluti í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar lýsti því þó yfir í morgun að Viðreisn, Samfylking og Píratar hefðu ákveðið að halda sig saman um myndun meirihluta og ef þeir kæmust að samkomulagi við Framsókn yrði það 13 fulltrúa meirihluti. Þetta líst Viðreisn vel á. „Það er líklegasti kosturinn já. En það er ýmislegt annað í stöðunni. Ég meina það er allt opið í pólitík,“ segir hún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Of mikið gert úr orðum Lóu Því var síðan slegið upp á mbl.is í dag að Þórdís Lóa útilokaði ekki að vinna til hægri. Eina stjórnin sem kemur þar til greina væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem hefði 12 fulltrúa. Hildi Björnsdóttur líst vel á þann möguleika. „Það er einn möguleiki í stöðunni og það er svona möguleiki þar sem er nokkuð breið málefnasamstaða fyrir. Þannig að það kæmi vel til skoðunar,“ segir Hildur. Hildur vill komast í meirihluta. Bjarni Bjarnason Þórdís Lóa segir þó of mikið hafa verið gert úr orðum sínum um að útiloka ekki hægristjórn: „Núna erum við búin að gefa þá yfirlýsingu að við ætlum að leiðast með Pírötum og Samfylkingu. Og þar erum við í dag.“ Tvær ólíklegar þriggja flokka stjórnir Til greina koma svo einnig tvær þriggja flokka stjórnir sem yrðu einhvers konar miðjustjórnir með flokkum til hægri og vinstri. Þrír stærstu flokkarnir Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking gætu myndað 15 manna meirihluta og svo er annar möguleiki í stöðunni - eini meirihlutinn sem hægt er að mynda án Framsóknar. Það væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Viðreisnar með 12 fulltrúa. Dagur telur þó of mikinn skoðanamun innbyrðis í Sjálfstæðisflokknum koma í veg fyrir þessa meirihlutamyndun. „Það að eiga að verða einhver svona sáttasemjari þeirra á milli. Orkunni og tímanum er kannski ekki vel varið í það,“ segir Dagur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Segja má að fyrsti dagur almennilegra þreifinga í meirihlutamyndun fyrir næstu borgarstjórn hafi hafist í gær. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins er með pálmann í höndunum eftir kosningar en í þeim fimm meirihlutum sem eru í boði er Framsókn í fjórum þeirra. Hann hitti Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi í morgun og þá hafa Einar og Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, komið sér saman um að hittast núna seinni partinn. Einar og Dagur funduðu í dag. Óformlega, að sjálfsögðu, eins og allir hamra á þessa stundina. Vísir/Stöð 2 „Einhverjir hafa verið að tala saman og ég held að það sé nú bara eðlilegt svona í dag að fólk bara kanni hug hvers annars,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu í dag. Hildur Björnsdóttir segist þá hafa verið í samræðum við nokkra oddvita í dag og það segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, einnig hafa gert. Færri kostir í boði í dag en í gær Ljóst er að meirihlutamyndunin gæti orðið snúin eftir fall meirihluta síðasta kjörtímabils. Og eftir að Líf Magneudóttir eini borgarfulltrúi Vinstri grænna tilkynnti í gær að flokkurinn væri ekki tilbúinn að taka þátt í meirihlutasamstarfi fækkar mögulegum meirihlutum talsvert. Þá hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk og Píratar sömuleiðis útilokað að vinna með Sjálfstæðismönnum. Raunhæfasti möguleikinn á myndun þriggja flokka meirihluta væri samstarf Samfylkingar, Framsóknar og Pírata, með 12 fulltrúa, sem er minnsti mögulegi meirihluti í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar lýsti því þó yfir í morgun að Viðreisn, Samfylking og Píratar hefðu ákveðið að halda sig saman um myndun meirihluta og ef þeir kæmust að samkomulagi við Framsókn yrði það 13 fulltrúa meirihluti. Þetta líst Viðreisn vel á. „Það er líklegasti kosturinn já. En það er ýmislegt annað í stöðunni. Ég meina það er allt opið í pólitík,“ segir hún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Of mikið gert úr orðum Lóu Því var síðan slegið upp á mbl.is í dag að Þórdís Lóa útilokaði ekki að vinna til hægri. Eina stjórnin sem kemur þar til greina væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem hefði 12 fulltrúa. Hildi Björnsdóttur líst vel á þann möguleika. „Það er einn möguleiki í stöðunni og það er svona möguleiki þar sem er nokkuð breið málefnasamstaða fyrir. Þannig að það kæmi vel til skoðunar,“ segir Hildur. Hildur vill komast í meirihluta. Bjarni Bjarnason Þórdís Lóa segir þó of mikið hafa verið gert úr orðum sínum um að útiloka ekki hægristjórn: „Núna erum við búin að gefa þá yfirlýsingu að við ætlum að leiðast með Pírötum og Samfylkingu. Og þar erum við í dag.“ Tvær ólíklegar þriggja flokka stjórnir Til greina koma svo einnig tvær þriggja flokka stjórnir sem yrðu einhvers konar miðjustjórnir með flokkum til hægri og vinstri. Þrír stærstu flokkarnir Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking gætu myndað 15 manna meirihluta og svo er annar möguleiki í stöðunni - eini meirihlutinn sem hægt er að mynda án Framsóknar. Það væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Viðreisnar með 12 fulltrúa. Dagur telur þó of mikinn skoðanamun innbyrðis í Sjálfstæðisflokknum koma í veg fyrir þessa meirihlutamyndun. „Það að eiga að verða einhver svona sáttasemjari þeirra á milli. Orkunni og tímanum er kannski ekki vel varið í það,“ segir Dagur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira