Leikmaður í ensku B-deildinni kom út úr skápnum | Fengið stuðning úr öllum áttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2022 18:16 Jake Daniels, leikmaður Blackpool. Sky Sports Jake Daniels hefur átt sannkallað draumatímabil. Braut sér lið inn í aðallið Blackpool, skrifaði undir atvinnumannasamning, raðaði inn mörkum fyrir unglingalið félagsins og naut sín í botn. Það var þó alltaf eitthvað sem lá þungt á honum, þangað til nú. Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni. Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira