Arnar: „Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. maí 2022 21:45 Arnar Gunnlaugsson sagði tímabilið minna sig á tímabilið 2020 þegar Víkingar ætluðu sér stóra hluti en lentu í vandræðum. Vísir/Hulda Margrét „Þetta eru vonbrigði, þetta var ekki 3-0 leikur til að byrja með. Þetta er saga okkar í sumar, tvö fyrstu mörkin. Slappur varnarleikur þar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Blikum í Bestu deild karla í knattspyrnu. Einhverjir Víkingar vildu fá dæmt brot á Ísak Snæ Þorvaldsson þegar hann skoraði fyrsta mark Blika en miðað við sjónvarpsmyndir var lítið til í því. „Ég veit ekki hvort það var brot, það skiptir ekki máli. Þetta minnti mig svolítið á 2020 þegar við vorum í tómu tjóni í vörninni en að spila vel. Maður er að bíða eftir að við skorum en þá fáum við klaufamörk í andlitið,“ bætti Arnar við en öll mörk Blika komu á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleiknum. „Það kom panik eftir fyrsta markið. Menn finna að þetta er að ganga þeim úr greipum og í stað þess að halda haus þá missa menn hausinn. Hrós til Blika, þeir mættu með gott leikskipulag og við náum ekki að finna nægilega margar glufur í þeirra varnarleik. Við fáum opnanir en engin dauðafæri.“ Helgi Guðjónsson fær flugferð í Víkinni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deildinni, með átján stig eftir sex leiki. Víkingar eru átta stigum á eftir eftir að hafa spilað einum leik meira. „Eins og staðan er í dag eru KA og Breiðablik þarna efst, fólk gleymir KA sem er bara tveimur stigum á eftir Blikum. Við þurfum að leggja töfluna til hliðar því við erum ekki inni í þessu eins og er. Það eru margir leikir eftir, við eigum vonandi eftir að spila við Breiðablik tvisvar, þrisvar við KA og þrisvar við Val,“ en í Bestu deildinni í ár verður spiluð þreföld umferð og deildinni skipt upp í efri og neðri helming eftir fyrri tvær umferðirnar. „Það er nóg eftir en það gengur eiginlega ekkert upp. Mér finnst gott flæði á leik okkar en því miður eru of margir ekki komnir í 100% stand eftir meiðsli. Þetta hefur áhrif, við erum búnir að missa stóra pósta og það er enginn að tala um Atla Barkar. Það er ekki óvenjulegt að það taki tíma að slípa varnarleik,“ en auk áðurnefnds Atla Barkarsonar þá misstu Víkingar Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen úr vörninni sinni síðan á tímabilinu í fyrra. Miðvörðurinn Oliver Ekroth fór meiddur útaf í dag og Viktor Örlygur Andrason, sem sjaldan hefur spilað þá stöðu, kom inn í staðinn. Hann gerði stór mistök þegar Breiðablik skoraði sitt annað mark. „Oliver og Kyle (McLagan) voru frábærir í dag. Þegar Oliver fer útaf þá erum við komnir í sama ruglið og við lentum í 2020. Hafsentar eru sérfræðingar í sinni grein því þeir eru hafsentar. Að þurfa að færa til kann ekki góðri lukku að stýra. Viktor stóð sig vel en annað markið var slappt.“ Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok leiksins fékk Kristall Máni Ingason rautt spjald fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot þegar boltinn var ekki í leik. Arnar var spurður út í agaleysi í leik sinna manna. „Þetta er pirringur. Þú vilt gera vel og verja titlana. Mér leið í hálfleik eins og við værum að fara að skora fyrsta markið, svo kemur það ekki og við fáum tvö í andlitið sem mér finnst klaufamörk. Þá missa menn hausinn.“ „Þetta er ekki óeðlilegt í lífi knattspyrnumanns en auðvitað þarftu að vera stærri og stíga upp úr þessu volæði. Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið, þú verður að sýna styrk og karakter,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira
Einhverjir Víkingar vildu fá dæmt brot á Ísak Snæ Þorvaldsson þegar hann skoraði fyrsta mark Blika en miðað við sjónvarpsmyndir var lítið til í því. „Ég veit ekki hvort það var brot, það skiptir ekki máli. Þetta minnti mig svolítið á 2020 þegar við vorum í tómu tjóni í vörninni en að spila vel. Maður er að bíða eftir að við skorum en þá fáum við klaufamörk í andlitið,“ bætti Arnar við en öll mörk Blika komu á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleiknum. „Það kom panik eftir fyrsta markið. Menn finna að þetta er að ganga þeim úr greipum og í stað þess að halda haus þá missa menn hausinn. Hrós til Blika, þeir mættu með gott leikskipulag og við náum ekki að finna nægilega margar glufur í þeirra varnarleik. Við fáum opnanir en engin dauðafæri.“ Helgi Guðjónsson fær flugferð í Víkinni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deildinni, með átján stig eftir sex leiki. Víkingar eru átta stigum á eftir eftir að hafa spilað einum leik meira. „Eins og staðan er í dag eru KA og Breiðablik þarna efst, fólk gleymir KA sem er bara tveimur stigum á eftir Blikum. Við þurfum að leggja töfluna til hliðar því við erum ekki inni í þessu eins og er. Það eru margir leikir eftir, við eigum vonandi eftir að spila við Breiðablik tvisvar, þrisvar við KA og þrisvar við Val,“ en í Bestu deildinni í ár verður spiluð þreföld umferð og deildinni skipt upp í efri og neðri helming eftir fyrri tvær umferðirnar. „Það er nóg eftir en það gengur eiginlega ekkert upp. Mér finnst gott flæði á leik okkar en því miður eru of margir ekki komnir í 100% stand eftir meiðsli. Þetta hefur áhrif, við erum búnir að missa stóra pósta og það er enginn að tala um Atla Barkar. Það er ekki óvenjulegt að það taki tíma að slípa varnarleik,“ en auk áðurnefnds Atla Barkarsonar þá misstu Víkingar Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen úr vörninni sinni síðan á tímabilinu í fyrra. Miðvörðurinn Oliver Ekroth fór meiddur útaf í dag og Viktor Örlygur Andrason, sem sjaldan hefur spilað þá stöðu, kom inn í staðinn. Hann gerði stór mistök þegar Breiðablik skoraði sitt annað mark. „Oliver og Kyle (McLagan) voru frábærir í dag. Þegar Oliver fer útaf þá erum við komnir í sama ruglið og við lentum í 2020. Hafsentar eru sérfræðingar í sinni grein því þeir eru hafsentar. Að þurfa að færa til kann ekki góðri lukku að stýra. Viktor stóð sig vel en annað markið var slappt.“ Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok leiksins fékk Kristall Máni Ingason rautt spjald fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot þegar boltinn var ekki í leik. Arnar var spurður út í agaleysi í leik sinna manna. „Þetta er pirringur. Þú vilt gera vel og verja titlana. Mér leið í hálfleik eins og við værum að fara að skora fyrsta markið, svo kemur það ekki og við fáum tvö í andlitið sem mér finnst klaufamörk. Þá missa menn hausinn.“ „Þetta er ekki óeðlilegt í lífi knattspyrnumanns en auðvitað þarftu að vera stærri og stíga upp úr þessu volæði. Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið, þú verður að sýna styrk og karakter,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20