Arnar: „Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. maí 2022 21:45 Arnar Gunnlaugsson sagði tímabilið minna sig á tímabilið 2020 þegar Víkingar ætluðu sér stóra hluti en lentu í vandræðum. Vísir/Hulda Margrét „Þetta eru vonbrigði, þetta var ekki 3-0 leikur til að byrja með. Þetta er saga okkar í sumar, tvö fyrstu mörkin. Slappur varnarleikur þar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Blikum í Bestu deild karla í knattspyrnu. Einhverjir Víkingar vildu fá dæmt brot á Ísak Snæ Þorvaldsson þegar hann skoraði fyrsta mark Blika en miðað við sjónvarpsmyndir var lítið til í því. „Ég veit ekki hvort það var brot, það skiptir ekki máli. Þetta minnti mig svolítið á 2020 þegar við vorum í tómu tjóni í vörninni en að spila vel. Maður er að bíða eftir að við skorum en þá fáum við klaufamörk í andlitið,“ bætti Arnar við en öll mörk Blika komu á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleiknum. „Það kom panik eftir fyrsta markið. Menn finna að þetta er að ganga þeim úr greipum og í stað þess að halda haus þá missa menn hausinn. Hrós til Blika, þeir mættu með gott leikskipulag og við náum ekki að finna nægilega margar glufur í þeirra varnarleik. Við fáum opnanir en engin dauðafæri.“ Helgi Guðjónsson fær flugferð í Víkinni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deildinni, með átján stig eftir sex leiki. Víkingar eru átta stigum á eftir eftir að hafa spilað einum leik meira. „Eins og staðan er í dag eru KA og Breiðablik þarna efst, fólk gleymir KA sem er bara tveimur stigum á eftir Blikum. Við þurfum að leggja töfluna til hliðar því við erum ekki inni í þessu eins og er. Það eru margir leikir eftir, við eigum vonandi eftir að spila við Breiðablik tvisvar, þrisvar við KA og þrisvar við Val,“ en í Bestu deildinni í ár verður spiluð þreföld umferð og deildinni skipt upp í efri og neðri helming eftir fyrri tvær umferðirnar. „Það er nóg eftir en það gengur eiginlega ekkert upp. Mér finnst gott flæði á leik okkar en því miður eru of margir ekki komnir í 100% stand eftir meiðsli. Þetta hefur áhrif, við erum búnir að missa stóra pósta og það er enginn að tala um Atla Barkar. Það er ekki óvenjulegt að það taki tíma að slípa varnarleik,“ en auk áðurnefnds Atla Barkarsonar þá misstu Víkingar Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen úr vörninni sinni síðan á tímabilinu í fyrra. Miðvörðurinn Oliver Ekroth fór meiddur útaf í dag og Viktor Örlygur Andrason, sem sjaldan hefur spilað þá stöðu, kom inn í staðinn. Hann gerði stór mistök þegar Breiðablik skoraði sitt annað mark. „Oliver og Kyle (McLagan) voru frábærir í dag. Þegar Oliver fer útaf þá erum við komnir í sama ruglið og við lentum í 2020. Hafsentar eru sérfræðingar í sinni grein því þeir eru hafsentar. Að þurfa að færa til kann ekki góðri lukku að stýra. Viktor stóð sig vel en annað markið var slappt.“ Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok leiksins fékk Kristall Máni Ingason rautt spjald fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot þegar boltinn var ekki í leik. Arnar var spurður út í agaleysi í leik sinna manna. „Þetta er pirringur. Þú vilt gera vel og verja titlana. Mér leið í hálfleik eins og við værum að fara að skora fyrsta markið, svo kemur það ekki og við fáum tvö í andlitið sem mér finnst klaufamörk. Þá missa menn hausinn.“ „Þetta er ekki óeðlilegt í lífi knattspyrnumanns en auðvitað þarftu að vera stærri og stíga upp úr þessu volæði. Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið, þú verður að sýna styrk og karakter,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Einhverjir Víkingar vildu fá dæmt brot á Ísak Snæ Þorvaldsson þegar hann skoraði fyrsta mark Blika en miðað við sjónvarpsmyndir var lítið til í því. „Ég veit ekki hvort það var brot, það skiptir ekki máli. Þetta minnti mig svolítið á 2020 þegar við vorum í tómu tjóni í vörninni en að spila vel. Maður er að bíða eftir að við skorum en þá fáum við klaufamörk í andlitið,“ bætti Arnar við en öll mörk Blika komu á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleiknum. „Það kom panik eftir fyrsta markið. Menn finna að þetta er að ganga þeim úr greipum og í stað þess að halda haus þá missa menn hausinn. Hrós til Blika, þeir mættu með gott leikskipulag og við náum ekki að finna nægilega margar glufur í þeirra varnarleik. Við fáum opnanir en engin dauðafæri.“ Helgi Guðjónsson fær flugferð í Víkinni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deildinni, með átján stig eftir sex leiki. Víkingar eru átta stigum á eftir eftir að hafa spilað einum leik meira. „Eins og staðan er í dag eru KA og Breiðablik þarna efst, fólk gleymir KA sem er bara tveimur stigum á eftir Blikum. Við þurfum að leggja töfluna til hliðar því við erum ekki inni í þessu eins og er. Það eru margir leikir eftir, við eigum vonandi eftir að spila við Breiðablik tvisvar, þrisvar við KA og þrisvar við Val,“ en í Bestu deildinni í ár verður spiluð þreföld umferð og deildinni skipt upp í efri og neðri helming eftir fyrri tvær umferðirnar. „Það er nóg eftir en það gengur eiginlega ekkert upp. Mér finnst gott flæði á leik okkar en því miður eru of margir ekki komnir í 100% stand eftir meiðsli. Þetta hefur áhrif, við erum búnir að missa stóra pósta og það er enginn að tala um Atla Barkar. Það er ekki óvenjulegt að það taki tíma að slípa varnarleik,“ en auk áðurnefnds Atla Barkarsonar þá misstu Víkingar Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen úr vörninni sinni síðan á tímabilinu í fyrra. Miðvörðurinn Oliver Ekroth fór meiddur útaf í dag og Viktor Örlygur Andrason, sem sjaldan hefur spilað þá stöðu, kom inn í staðinn. Hann gerði stór mistök þegar Breiðablik skoraði sitt annað mark. „Oliver og Kyle (McLagan) voru frábærir í dag. Þegar Oliver fer útaf þá erum við komnir í sama ruglið og við lentum í 2020. Hafsentar eru sérfræðingar í sinni grein því þeir eru hafsentar. Að þurfa að færa til kann ekki góðri lukku að stýra. Viktor stóð sig vel en annað markið var slappt.“ Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok leiksins fékk Kristall Máni Ingason rautt spjald fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot þegar boltinn var ekki í leik. Arnar var spurður út í agaleysi í leik sinna manna. „Þetta er pirringur. Þú vilt gera vel og verja titlana. Mér leið í hálfleik eins og við værum að fara að skora fyrsta markið, svo kemur það ekki og við fáum tvö í andlitið sem mér finnst klaufamörk. Þá missa menn hausinn.“ „Þetta er ekki óeðlilegt í lífi knattspyrnumanns en auðvitað þarftu að vera stærri og stíga upp úr þessu volæði. Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið, þú verður að sýna styrk og karakter,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20