Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2022 12:01 Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ekki áhyggjur af geimverum, eftir því sem best er vitað, heldur óttast þeir að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna. Getty Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Mikil eftirvænting er eftir fundinum en þetta er í fyrsta sinn sem opinn þingnefndarfundur um FFH eru haldinn í Bandaríkjunum í áratugi. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur á undanförnum árum birt myndbönd af FFH og í fyrra var gefin út skýrsla um óþekkta hluti sem hefðu sést á flugi undanfarna áratugi. Hér er vert að taka fram að ekkert af því sem hefur verið birt hingað til gefur til kynna að geimverur hafi verið á ferðinni yfir jörðinni. Í skýrslunni sem gefin var út í fyrra kom einnig fram að furðuhlutirnir væru líklegast ekki heldur háþróuð farartæki frá Rússlandi eða Kína, þó það hafi á sínum tíma verið talið mögulegt. Það að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna er helsta áhyggjuefni ráðamanna í Bandaríkjunum þegar kemur að fljúgandi furðuhlutum. CNN hefur til að mynda eftir yfirlýsingu frá André Carson, þingmanni Demókrataflokksins og formanni nefndarinnar, að bandaríska þjóðin eigi það skilið að leiðtogar hennar taki mögulegar og illskiljanlegar ógnir gegn Bandaríkjunum alvarlega. Fundur nefndarinnar hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Hann verður opinn fyrstu þrjár klukkustundirnar. Eftir það verður slökkt á útsendingunni og fólk rekið úr salnum, svo þeir sem sitja fyrir svörum geti svarað um leynileg málefni. Áhugasamir geta fylgst með fyrri hluta fundarins í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Hernaður Fréttir af flugi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Mikil eftirvænting er eftir fundinum en þetta er í fyrsta sinn sem opinn þingnefndarfundur um FFH eru haldinn í Bandaríkjunum í áratugi. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur á undanförnum árum birt myndbönd af FFH og í fyrra var gefin út skýrsla um óþekkta hluti sem hefðu sést á flugi undanfarna áratugi. Hér er vert að taka fram að ekkert af því sem hefur verið birt hingað til gefur til kynna að geimverur hafi verið á ferðinni yfir jörðinni. Í skýrslunni sem gefin var út í fyrra kom einnig fram að furðuhlutirnir væru líklegast ekki heldur háþróuð farartæki frá Rússlandi eða Kína, þó það hafi á sínum tíma verið talið mögulegt. Það að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna er helsta áhyggjuefni ráðamanna í Bandaríkjunum þegar kemur að fljúgandi furðuhlutum. CNN hefur til að mynda eftir yfirlýsingu frá André Carson, þingmanni Demókrataflokksins og formanni nefndarinnar, að bandaríska þjóðin eigi það skilið að leiðtogar hennar taki mögulegar og illskiljanlegar ógnir gegn Bandaríkjunum alvarlega. Fundur nefndarinnar hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Hann verður opinn fyrstu þrjár klukkustundirnar. Eftir það verður slökkt á útsendingunni og fólk rekið úr salnum, svo þeir sem sitja fyrir svörum geti svarað um leynileg málefni. Áhugasamir geta fylgst með fyrri hluta fundarins í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Hernaður Fréttir af flugi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira