Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 14:52 Íslenskir álframleiðendur eru meðal annars háðir losunarheimildum gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Vilhelm Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði. Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði.
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira