Gísli stjörnuspekingur búinn að loka vefsíðu Gáruáhrifa Sunna Valgerðardóttir skrifar 17. maí 2022 16:00 Myndskeiðið af Gísla hefur vakið töluverða athygli, en þar beitti hann skjólstæðing sinn, Önnu Katrínu, alvarlegu andlegu ofbeldi. Vísir/Skjáskot Gísli Gunnarsson Bachmann, stjörnuspekingur og jógakennari, er búinn að loka heimasíðu og Facebook-síðu Gáruáhrifa. Það gerði hann eftir að myndskeið af honum var birt í Kompás þar sem hann er að beita skjólstæðing sinn andlegu ofbeldi undir merkjum stjörnulesturs. Fleiri konur hafa stigið fram vegna mannsins. Anna Katrín sagði frá reynslu sinni af Gísla í síðasta Kompásþætti. Hún hafði farið til hans fyrir nokkrum mánuðum ásamt vinkonum sínum til að fá persónulegan lestur upp úr stjörnukortunum sínum. Á heimasíðu sinni, Gáruáhrif.is, auglýsti hann sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Gáruáhrif er fyrirtæki í hans eigu sem hann notar undir starfsemi sína sem stjörnuspekingur. Það sem átti að verða skemmtileg stund breyttist fljótt í martröð. Hann var mjög ágengur og agressívur við bæði Önnu Katrínu og vinkonu hennar. Skilur Hitler og segir einhverfu áunna Hann sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. Í rúma þrjá klukkutíma fór spekingurinn um víðan völl og deildi meðal annars með þeim reynslu sinni af ofskynjunarefnum sem hann hafði prófað á Tælandi fyrir nokkrum árum. Samkoman var tekin upp á myndband sem hann lét þær fá eftir á, ekki ósvipað og miðlar gera eftir tíma með þeim. Fleiri konur gagnrýna Gísla Nú hafa fleiri konur stigið fram á samfélagsmiðlum eftir að Kompásþátturinn fór í loftið og lýst reynslu sinni af Gísla, sem starfar líka sem jógakennari. Ein þeirra er Anna Birna Björnsdóttir, vinkona Önnu Katrínar, sem var með vinkonuhópnum umrætt kvöld þegar Gísli lét gamminn geysa. Anna Birna skrifar í pistli á Facebook, sem hún hefur veitt fréttastofu leyfi fyrir að vitna í, að þær hafi setið með Gísla í næstum því fjórar klukkustundir þar sem þær bjuggust við skemmtilegum stjörnukortalestri. „En ef ég ætti að taka þetta saman þá talaði hann 80% stundarinnar um sjálfan sig og nýtti mikið af þeim tíma í að tala sig upp, hversu máttugur hann væri, hvað hann vissi mikið og hvers vegna við ættum nú að trúa og treysta því sem hann hafði að segja. 20% fór svo í að ræða stjörnukortin, með mjög sérkennilegum athugasemdum og hreint og beint árásum einsog sjá má á videoinu. Ég velti mikið fyrir mér sakamálum og hef séð svona talsmáta hjá svona cult leaderum. Um leið og þið sjáið að einn (eða fleiri) aðilar eru settir á stall/setja sjálfa sig á stall í andlega heiminum þá er mikilvægt að setja stórt spurningamerki við það,“ skrifar Anna Birna. Segir að „algjörlega fokking lost“ verði grafskriftin hennar „Gísli segir mér meðal annars að ég ætti bara ekkert að vera allsgáð. Ég ætti að nýta mér áfengi og aðra vímugjafa til þess að líða betur. Þetta er mjög hættulegt að segja við barn alkahólista sem einnig elst upp með alkahólista. Hann talar um að ég sé týnd og að ég þurfi að horfast í augu við það að legsteinninn minn mun segja "Anna Birna, algjörlega fokkíng lost" ef ég næ ekki að vinna nógu vel í sjálfri mér.“ Anna Birna segir að Gísli hafi fóðrað sig á andlegri orku vinkvennanna. „Við töluðum flestar um í óeðlilega langan tíma á eftir, að við værum enn að ná okkur eftir þetta. Vorum allar uppgefnar og orkulitlar. Það er ekki eðlilegt eftir að fara í tíma sem á að heila þig,“ skrifar hún. Hefur ekki viljað veita viðtal Gísli vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað og hefur svo ekki svarað skilaboðum. Facebook-síðu Gáruáhrifa hefur verið lokað og sömuleiðis vefsíðunni, Gáruáhrif.is. Kompás Trúmál Tengdar fréttir „Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16. maí 2022 07:00 Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14. maí 2022 07:00 „Ég hef hvergi getað leitað réttlætis eða úrvinnslu“ Ekkert eftirlit er með óhefðbundnum heilunar- og sjálfshjálparaðferðum og lítið gert nema þolendur verði fyrir alvarlegum lögbrotum. Kona sem hefur ítrekað orðið fyrir ofbeldi og misbeitingu í andlega heiminum kallar eftir vettvangi til að tilkynna brot. 10. maí 2022 18:31 Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. 10. maí 2022 12:01 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Sjá meira
Anna Katrín sagði frá reynslu sinni af Gísla í síðasta Kompásþætti. Hún hafði farið til hans fyrir nokkrum mánuðum ásamt vinkonum sínum til að fá persónulegan lestur upp úr stjörnukortunum sínum. Á heimasíðu sinni, Gáruáhrif.is, auglýsti hann sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Gáruáhrif er fyrirtæki í hans eigu sem hann notar undir starfsemi sína sem stjörnuspekingur. Það sem átti að verða skemmtileg stund breyttist fljótt í martröð. Hann var mjög ágengur og agressívur við bæði Önnu Katrínu og vinkonu hennar. Skilur Hitler og segir einhverfu áunna Hann sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. Í rúma þrjá klukkutíma fór spekingurinn um víðan völl og deildi meðal annars með þeim reynslu sinni af ofskynjunarefnum sem hann hafði prófað á Tælandi fyrir nokkrum árum. Samkoman var tekin upp á myndband sem hann lét þær fá eftir á, ekki ósvipað og miðlar gera eftir tíma með þeim. Fleiri konur gagnrýna Gísla Nú hafa fleiri konur stigið fram á samfélagsmiðlum eftir að Kompásþátturinn fór í loftið og lýst reynslu sinni af Gísla, sem starfar líka sem jógakennari. Ein þeirra er Anna Birna Björnsdóttir, vinkona Önnu Katrínar, sem var með vinkonuhópnum umrætt kvöld þegar Gísli lét gamminn geysa. Anna Birna skrifar í pistli á Facebook, sem hún hefur veitt fréttastofu leyfi fyrir að vitna í, að þær hafi setið með Gísla í næstum því fjórar klukkustundir þar sem þær bjuggust við skemmtilegum stjörnukortalestri. „En ef ég ætti að taka þetta saman þá talaði hann 80% stundarinnar um sjálfan sig og nýtti mikið af þeim tíma í að tala sig upp, hversu máttugur hann væri, hvað hann vissi mikið og hvers vegna við ættum nú að trúa og treysta því sem hann hafði að segja. 20% fór svo í að ræða stjörnukortin, með mjög sérkennilegum athugasemdum og hreint og beint árásum einsog sjá má á videoinu. Ég velti mikið fyrir mér sakamálum og hef séð svona talsmáta hjá svona cult leaderum. Um leið og þið sjáið að einn (eða fleiri) aðilar eru settir á stall/setja sjálfa sig á stall í andlega heiminum þá er mikilvægt að setja stórt spurningamerki við það,“ skrifar Anna Birna. Segir að „algjörlega fokking lost“ verði grafskriftin hennar „Gísli segir mér meðal annars að ég ætti bara ekkert að vera allsgáð. Ég ætti að nýta mér áfengi og aðra vímugjafa til þess að líða betur. Þetta er mjög hættulegt að segja við barn alkahólista sem einnig elst upp með alkahólista. Hann talar um að ég sé týnd og að ég þurfi að horfast í augu við það að legsteinninn minn mun segja "Anna Birna, algjörlega fokkíng lost" ef ég næ ekki að vinna nógu vel í sjálfri mér.“ Anna Birna segir að Gísli hafi fóðrað sig á andlegri orku vinkvennanna. „Við töluðum flestar um í óeðlilega langan tíma á eftir, að við værum enn að ná okkur eftir þetta. Vorum allar uppgefnar og orkulitlar. Það er ekki eðlilegt eftir að fara í tíma sem á að heila þig,“ skrifar hún. Hefur ekki viljað veita viðtal Gísli vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað og hefur svo ekki svarað skilaboðum. Facebook-síðu Gáruáhrifa hefur verið lokað og sömuleiðis vefsíðunni, Gáruáhrif.is.
Kompás Trúmál Tengdar fréttir „Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16. maí 2022 07:00 Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14. maí 2022 07:00 „Ég hef hvergi getað leitað réttlætis eða úrvinnslu“ Ekkert eftirlit er með óhefðbundnum heilunar- og sjálfshjálparaðferðum og lítið gert nema þolendur verði fyrir alvarlegum lögbrotum. Kona sem hefur ítrekað orðið fyrir ofbeldi og misbeitingu í andlega heiminum kallar eftir vettvangi til að tilkynna brot. 10. maí 2022 18:31 Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. 10. maí 2022 12:01 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Sjá meira
„Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16. maí 2022 07:00
Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14. maí 2022 07:00
„Ég hef hvergi getað leitað réttlætis eða úrvinnslu“ Ekkert eftirlit er með óhefðbundnum heilunar- og sjálfshjálparaðferðum og lítið gert nema þolendur verði fyrir alvarlegum lögbrotum. Kona sem hefur ítrekað orðið fyrir ofbeldi og misbeitingu í andlega heiminum kallar eftir vettvangi til að tilkynna brot. 10. maí 2022 18:31
Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. 10. maí 2022 12:01
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01