Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 21:10 Meirihlutaviðræðum L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á Akureyri var slitið í kvöld. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira