Shkreli látinn laus úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 22:14 Martin Shkreli eignaðist fáa vini með framferði sínu sem forstjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. AP/Susan Walsh Bandarísk yfirvöld slepptu Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis, úr fangelsi eftir að hann hafði afplánað hluta sjö ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2017. Shkreli hefur meðal annars verið nefndur „hataðasti maður internetsins“ vegna gríðarlegrar verðhækkunar á alnæmislyfi. Alríkisdómari dæmdi Shkreli í sjö ára fangelsi fyrir að ljúga að fjárfestum í vogunarsjóði sem hann rak og að svindla á fjárfestum í lyfjafyrirtækinu Turing Pharmaceuticals. Honum var sleppt snemma úr fangelsi í Pennsylvaníu og færður á áfangaheimili í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hefði annars ekki átt að losna fyrr en í september á næsta ári. Shkreli varð frægur að endemum þegar fyrirtæki hans keypti framleiðslurétt á lyfinu Daraprim sem er notað gegn sýkingu hjá alnæmis-, malaríu- og krabbameinssjúklingum og hækkaði verðið á því um 5.000%. Hækkunin skýrði hann með því að svona væri kapítalisminn í verki og sjúkratryggingar gerðu sjúklingum kleift að fá lyfið þrátt fyrir hana. Eftir að Shkreli var handtekinn árið 2015 sagði hann af sér sem forstjóri. Hann bakaði sér enn frekari óvinsældir þegar hann keypti eina eintakið sem til var af plötu sem bandaríska rapphljómsveitin Wu-tang gerði. Bandaríska ríkið lagði hald á plötuna í tengslum við saksókn Shkreli. Á meðan Shkreli beið refsingar eftir sakfellingu gekk hann laus gegn tryggingu. Dómari afturkallaði trygginguna og senda hann í fangelsi vegna umdeildra tísta þar sem hann bauð meðal annars verðlaun hverjum þeim sem gæti fært honum lokk úr hári Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, árið 2016. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. 27. júlí 2021 22:49 „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Shkreli sveik fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. 9. mars 2018 19:50 Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Fjárfestirinn sem ávann sér almannahatur þegar hann stórhækkaði verð á alnæmislyfi bauð fylgjendum sínum á Twitter 5.000 dollara ef einhver þeirra gæti fært honum lokk og hársekk af höfði Hillary Clinton. 14. september 2017 10:32 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Alríkisdómari dæmdi Shkreli í sjö ára fangelsi fyrir að ljúga að fjárfestum í vogunarsjóði sem hann rak og að svindla á fjárfestum í lyfjafyrirtækinu Turing Pharmaceuticals. Honum var sleppt snemma úr fangelsi í Pennsylvaníu og færður á áfangaheimili í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hefði annars ekki átt að losna fyrr en í september á næsta ári. Shkreli varð frægur að endemum þegar fyrirtæki hans keypti framleiðslurétt á lyfinu Daraprim sem er notað gegn sýkingu hjá alnæmis-, malaríu- og krabbameinssjúklingum og hækkaði verðið á því um 5.000%. Hækkunin skýrði hann með því að svona væri kapítalisminn í verki og sjúkratryggingar gerðu sjúklingum kleift að fá lyfið þrátt fyrir hana. Eftir að Shkreli var handtekinn árið 2015 sagði hann af sér sem forstjóri. Hann bakaði sér enn frekari óvinsældir þegar hann keypti eina eintakið sem til var af plötu sem bandaríska rapphljómsveitin Wu-tang gerði. Bandaríska ríkið lagði hald á plötuna í tengslum við saksókn Shkreli. Á meðan Shkreli beið refsingar eftir sakfellingu gekk hann laus gegn tryggingu. Dómari afturkallaði trygginguna og senda hann í fangelsi vegna umdeildra tísta þar sem hann bauð meðal annars verðlaun hverjum þeim sem gæti fært honum lokk úr hári Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, árið 2016.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. 27. júlí 2021 22:49 „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Shkreli sveik fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. 9. mars 2018 19:50 Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Fjárfestirinn sem ávann sér almannahatur þegar hann stórhækkaði verð á alnæmislyfi bauð fylgjendum sínum á Twitter 5.000 dollara ef einhver þeirra gæti fært honum lokk og hársekk af höfði Hillary Clinton. 14. september 2017 10:32 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. 27. júlí 2021 22:49
„Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Shkreli sveik fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. 9. mars 2018 19:50
Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Fjárfestirinn sem ávann sér almannahatur þegar hann stórhækkaði verð á alnæmislyfi bauð fylgjendum sínum á Twitter 5.000 dollara ef einhver þeirra gæti fært honum lokk og hársekk af höfði Hillary Clinton. 14. september 2017 10:32