Segir fulla ástæðu til mótmæla þó hlutabréf Íslandsbanka hafi lækkað Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2022 13:21 Eins og vænta mátti gefur Gunnar Smári ekki mikið fyrir útleggingar Hermanns, segir hann valkvæðan mann útúrsnúinga. vísir/vilhelm Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hæðist að mótmælendum vegna bankasölunnar og segir að nú hafi gróðinn þurrkast út. Gunnar Smári Egilsson, einn forsprakki mótmælanna segir þetta fráleitan útúrsnúing. Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“ Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“
Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira